Landstjóri Kanada From Wikipedia, the free encyclopedia
Mary Jeannie May Simon (Inúktitút: Ningiukudluk; f. 21. ágúst 1947)[3][2] er kanadískur fyrrum útvarpsmaður, embættismaður og ríkiserindreki sem er núverandi landstjóri Kanada.[4] Simon er fyrsti kanadíski frumbygginn sem gegnir landstjóraembættinu.[5]
Mary Simon | |
---|---|
Landstjóri Kanada | |
Núverandi | |
Tók við embætti 26. júlí 2021 | |
Þjóðhöfðingi | Elísabet 2. Karl 3. |
Forsætisráðherra | Justin Trudeau |
Forveri | Julie Payette |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 21. ágúst 1947 Kangiqsualujjuaq, Québec, Kanada[1] |
Þjóðerni | Kanadísk |
Maki | Whit Fraser (g. 1994)[2] |
Börn | 3 |
Simon fæddist í Kangiqsualujjuaq í Nunavik í Québec. Hún vann í stuttan tíma sem framleiðandi og kynnir fyrir CBC North á áttunda áratugnum. Hún hóf síðar störf í þágu hins opinbera og varð meðlimur í framkvæmdastjórn Inúítasambands Norður-Québec. Simon tók þátt í að semja um Charlottetown-sáttmálann, sem var frumvarp að stjórnarskrárbreytingum sem var að endingu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Hún varð fyrsti sendiherra Kanada í málefnum norðurslóða frá 1994 til 2004 og lék lykilhlutverk í samningaviðræðum um stofnun Norðurskautsráðsins.[1] Hún var einnig sendiherra Kanada í Danmörku frá 1999 til 2002. Þann 6. júlí 2021 tilkynnti Justin Trudeau forsætisráðherra að Simon hefði verið útnefnd til að taka við af Julie Payette sem landstjóri Kanada.[6]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.