From Wikipedia, the free encyclopedia
Margaret Heafield Hamilton (fædd 17. ágúst 1936)[1] er bandarískur tölvunarfræðingur, kerfisverkfræðingur og fyrirtækjaeigandi. Hún á að hafa verið sú fyrsta til að skilgreina hugtakið hugbúnaðarverkfræði. Hamilton var deildarstjóri hugbúnaðarverkfræðideildar[2] Tækjaþróunarsviðs MIT, sem þróaði hugbúnað fyrir Apollo-geimferðaráætlunina.[3] Árið 1986 stofnaði hún og varð forstjóri Hamilton Technologies, Inc., í Cambridge, Massachusetts. Fyrirtækið var stofnað í kringum þróun ritamáls hennar, Universal Systems Language, fyrir líkanagerð sem byggt er á hugmyndafræðinni Development Before the Fact (DBTF) fyrir kerfi og hugbúnaðarhönnun.[4]
Margaret Hamilton | |
---|---|
Fædd | Margaret Heafield 17. ágúst 1936 Paoli, Indiana, Bandaríkjunum |
Menntun | Earlham-háskóli Michigan-háskóli |
Störf | Forstjóri Hamilton Technologies, Inc. Tölvunarfræðingur |
Maki | James Cox Hamilton (skilin) |
Börn | Lauren Hamilton |
Verðlaun | Frelsisorða Bandaríkjaforseta |
Hamilton hefur gefið út yfir 130 ritgerðir og skýrslur um þau 60 verkefni og sex helstu forrit sem hún hefur komið að.
Hinn 22. nóvember 2016 hlaut hún Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) frá Barack Obama þáverandi forseta Bandaríkjanna fyrir að leiða þróun hugbúnaðar fyrir Apollo-geimferðaráætlun NASA.[5][6]
Margaret Heafield fæddist í Paoli, Indiana. Foreldrar hennar voru Kenneth Heafield og Ruth Esther Heafield (áður Partington).[7] Eftir útskrift frá Hancock High School árið 1954 nam hún stærðfræði við Michigan-háskóla árið 1955 og útskrifaðist með BA-próf í stærðfræði með heimspeki sem aukagrein frá Earlham-háskóla árið 1958.[8][9] Eftir útskrift kenndi hún stærðfræði og frönsku á framhaldsskólastigi til þess að framfleyta eiginmanni sínum á meðan hann stundaði nám í Harvard-háskóla, með það að markmiði að fara sjálf í framhaldsnám síðar. Hún flutti til Boston, Massachusetts með það fyrir augum að hefja doktorsnám í stærðfræði við Brandeis-háskóla. Árið 1960 tók hún tímabundna stöðu hjá MIT til þess að þróa hugbúnað til að spá fyrir um veður á LGP-30 og PDP-1-tölvunum (í Marvin Minsky's Project MAC ) fyrir prófessor Edward Norton Lorenz í veðurfræðideild skólans.[10][1][11] Hamilton hefur fjallað um það að á þeim tíma hafi tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði ekki verið námsgreinar. Í staðinn lærðu forritarar af reynslu sinni í starfi.[3]
Frá 1961 til 1963 vann Hamilton að verkefninu Semi-Automatic Ground Environment (SAGE) í Lincoln Lab þar sem hún tók þátt í því að skrifa hugbúnað fyrir fyrstu AN / FSQ-7-tölvuna (XD-1) sem leitaði að flugvélum andstæðinga; hún skrifaði einnig hugbúnað fyrir rannsóknarstofu bandaríska flughersins.
Framlag hennar til þessa verkefnis varð til þess að hún var ráðin í næsta verkefni sitt, að leiða lið sérfræðinga í þróun hugbúnaðar fyrir Apollo-geimferðaráætlunina.
Hamilton gekk þá til liðs við rannsóknarstofu Charles Stark Draper hjá MIT, sem á þeim tíma var að vinna að Apollo-geimferðaráætluninni. Þar leiddi hún lið sérfræðinga sem þróuðu hugbúnaðinn fyrir Apollo og Skylab.[3] Lið Hamilton var ábyrgt fyrir þróun hugbúnaðar í flugi[14] sem innihélt reiknirit sem hönnuð voru af ýmsum vísindamönnum fyrir Apollo-stjórnborðið, lendingarbúnaðinn og síðar Skylab.[3][15] Annar hluti af liðinu hennar hannaði og þróaði kerfishugbúnaðinn[16] sem fól í sér hugbúnað um villuboð og endurheimt, svo sem endurræsingu og skjáviðmót, sem Hamilton hannaði og þróaði.[17] Hún vann til að öðlast reynslu á meðan tölvunarfræðinámskeið voru sjaldgæf og námskeið í hugbúnaðarverkfræði voru ekki til.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.