From Wikipedia, the free encyclopedia
Michigan-háskóli í Ann Arbor (University of Michigan, Ann Arbor, einnig þekktur sem UM, U of M eða Umich) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Skólinn var stofnaður árið 1817 um 20 árum áður en Michigan varð ríki. Skólinn flutti til Ann Arbor árið 1837. Hann er elsti háskólinn í Michigan.
Nemendur í grunnnámi eru á 26. þúsund og framhaldsnemar eru á 16. þúsund. Á sjöunda þúsund kennarar starfa við skólann. Fjárfestingar skólans nema um 5,65 milljörðum bandaríkjadala.
Einkunnarorð skólans eru Artes, Scientia, Veritas eða „Listir, vísindi, sannleikur.“
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.