Karpfiskar (fræðiheiti: Cypriniformes) eru ættbálkur geislugga. Áður innihélt þessi ættbálkur alla þá fiska sem tilheyra yfirættbálknum Ostariophysi nema grana sem mynduðu ættbálkinn Siluriformes. Karpfiskar voru þannig af samsíða þróunarlínum og nýlega hafa ættbálkarnir Gonorynchiformes, Characiformes og Gymnotiformes verið klofnir frá karpfiskum til að mynda einstofna ættbálka.

Staðreyndir strax Karpfiskar Tímabil steingervinga: Paleósen - nútíma, Vísindaleg flokkun ...
Karpfiskar
Tímabil steingervinga: Paleósen - nútíma
Thumb
Skraddarakarpi (Rhodeus sericeus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Yfirættbálkur: Ostariophysi
Ættbálkur: Cypriniformes
Ættir
  • Balitoridae
  • Sogkarpar (Catostomidae)
  • Smerlar (Cobitidae)
  • Vatnakarpar (Cyprinidae)
  • Sogmunnar (Gyrinocheilidae)
  • Psilorhynchidae
Loka

Ættbálkurinn telur sex ættir, 321 ættkvíslir og um það bil 3.268 tegundir. Flestar tegundir karpfiska lifa í Suðaustur-Asíu en engar tegundir af þessum ættbálki finnast í Suður-Ameríku eða Ástralíu.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.