From Wikipedia, the free encyclopedia
Vatnakarpar (fræðiheiti Cyprinidae) eru ætt karpfiska sem lifa í ferskvatni. Margir af þessum fiskum eru mikilvægir matfiskar á svæðum þar sem langt er til sjávar. Stærsti vatnakarpinn er risabarbi (Catlocarpio siamensis) sem verður allt að 3 metra langur, en ættin telur líka minnsta þekkta ferskvatnsfiskinn, Danionella translucida, sem verður aðeins 12 mm langur fullvaxinn.
Vatnakarpar Tímabil steingervinga: Ólígósentímabilið - Nútíma | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Keilublettabarbi (Trigonostigma heteromorpha) | ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
(margar, sjá grein) | ||||||||||
Allir fiskar af þessari ætt hrygna og fáir huga að eggjunum eða verja þau eftir hrygningu. Ýmsar tegundir vatnakarpa eru vinsælir búrfiskar, s.s. gullfiskar, barbar og dannar. Engin tegund í þessari ætt á náttúruleg heimkynni á Íslandi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.