From Wikipedia, the free encyclopedia
Hornbjarg er þverhnípt sjávarbjarg og fuglabjarg sem rís úr sjó á norðvesturhorni Vestfjarða. Hæstu tindar þess eru Kálfatindur (534 m) og Jörundur (429 m), saman kallaðir Kálfatindar. Nyrsta nef Hornbjargs heitir Horn en það er nyrsti tangi Vestfjarða og miðja Hornstranda, en þar skiptast þær í Austur- og Vesturstrandir. Hornstrandir draga nafn sitt af Horni. Innst við sunnanvert Hornbjarg standa berggangarnir Fjalir.
Í Flateyjarbók er sagt frá ferð fóstbræðranna Þormóðs Kolbrúnarskálds og Þorgeirs Hávarðssonar í Hornbjarg þar sem Þorgeir missti fótfestu í bjarginu en bjargaði sér með að halda í hvannnjóla þar til Þormóður kom honum til bjargar.
Mikið er um langvíu í Hornbjargi en einnig eru þar milljónir af stuttnefju, máfi og ritu. Einnig eru þar fuglategundir eins og hvítmáfur, álka, fýll, æðarfugl, svartbakur, hávella, toppönd, óðinshani, lundi og teista. Fuglabjargið er þéttsetnast á Jörundi og í þræðingum Dyraskarða sem liggja milli Jörundar og Kálfatinda. Hornbjarg hefur verið nytjað til eggjatöku frá fornu fari og er eggjataka ennþá stunduð í Harðviðrisgjá.
Kálfatindar eru misháir tindar upp af Hornbjargi. Kálfatindarnir eru kenndir við efsta tindinn sem nefnist Kálfatindur.
Í Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum segir svo um tilurð örnefnisins Kálfatindur:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.