From Wikipedia, the free encyclopedia
Holtastaðir er gamalt höfuðból og kirkjustaður í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu og landnámsjörð Holta Ísröðarsonar, sem nam Langadal ofan frá Móbergi.
Jón Arason biskup eignaðist Holtastaði á 16. öld og þar bjuggu afkomendur hans í rúmar tvær aldir, fyrstur þeirra Jón Björnsson sýslumaður, elsti sonur séra Björns Jónssonar. Nú hefur sama ættin búið á Holtastöðum frá 1863.
Kirkja hefur verið á Holtastöðum frá fornu fari og var hún í bændaeign allt til 1942, þegar hún var afhent söfnuðinum. Núverandi kirkja var reist árið 1892 og vígð 1893. Þar er meðal annars kaleikur sem Jón Björnsson gaf kirkjunni á 16. öld. Úr kirkjunni er Holtastaðaljónið svokallaða, vatnskanna í ljónslíki sem nú er á Þjóðminjasafninu.
Það var Jósafat Jónatansson bóndi á Holtastöðum sem lét byggja kirkjuna og var hún vígð á fermingardegi sonar hans Jónatans J. Líndal.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.