að fornu stórbú og aðsetur höfðingja landsins From Wikipedia, the free encyclopedia
Höfuðból voru að fornu stærstu bújarðirnar á Íslandi og aðsetur höfðingja landsins. Jörð sem metin var 60 hundruð eða meira að dýrleika kallaðist höfuðból en meðaljarðir voru gjarna 20-30 hundruð og hjáleigur og kot 10 hundruð eða minni. Á höfuðbólum voru rekin stórbú og oft fylgdu þeim mikil hlunnindi.
Höfuðból voru kjölfesta ættaveldisins og valdagrundvöllur höfðingja. Höfuðbólinu fylgdu oft litlar jarðir og leigulönd sem kölluðust hjáleigur og voru í raun hluti af því en útjarðir voru þær jarðir í nágrenni höfuðbólsins sem tilheyrðu sama eiganda en tengdust því ekki að öðru leyti. Höfuðból gengu að erfðum í karllegg,. Samkvæmt Jónsbókarlögum erfðu synir höfuðbólið en dætur fengu útjarðir og lausafé. Ógift kona gat þó erft jörð eftir föður sinn og kona eftir mann sinn, ef enginn karlkyns erfingi var til staðar.
Á síðari öldum hafa jarðir stundum verið kallaðar höfuðból ef þar er búið stórbúi, án tillits til þess hvert verðgildi þeirra var samkvæmt fornu jarðamati, enda höfðu forsendur þess oft breyst.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.