Gljáþinur (Abies mariesii, á japönsku, オオシラビソ eða アオモリトドマツ, Oh-shirabiso, eða Aomori-todomatsu) er þintegund ættuð úr fjöllum mið og norður Honshū, Japan. Hann vex 750 til 1,900 metra hæð á norður Honshū, og 1,800 til 2,900 m á mið Honshū, alltaf í tempruðum regnskógum með mikilli úrkomu og svölum, rökum sumrum, og mjög mikilli snjókomu á vetrum.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Gljáþinur
Thumb
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Tegund:
A. mariesii

Tvínefni
Abies mariesii
Mast.
Samheiti

Pinus mariesii (Mast.) Voss
Abies mariesii f. hayachinensis Hayata

Loka
Thumb
Gljáþinsbarr

Þetta er meðalstórt sígrænt tré, um 15 til 30 metra hátt, með stofnþvermál að 0.8 metrar, smærra og stundum runnkenndur við trjálínu. Barrið er nálarlaga, flatt, 1.5 til 2 sm langt og 2 mm breitt og 0.5 mm þykkt, matt dökk grænt að ofan, og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan, og lítið eitt sýlt í endann. Barrið er í spíral eftir sprotanum, en það er breytilega undið neðst svo þau liggja flöt til hvorrar hliðar og ofan á sprotanum, með engin undir. Sprotarnir eru rauðgulir með þéttri lauelskenndri hæringu. Könglarnir eru 5 til 11 sm langir og 3 til 4 sm breiðir, dökk purpurabláir fyrir þroska; hreisturblöðkurnar eru stuttar, og faldar í lokuðum könglinum. Vængjuð fræin losna er köngullinn sundrast við þroska um 6 til 7 mánuðum eftir frjóvgun.

Gljáþinur er náskyldur silfurþini A. amabilis frá Kyrrahafsströnd Norður Ameríku, sem greinist frá gljáþin með aðeins lengra barri 2 til 4.5 sm og lengri könglum: 9 til 17 sm langir.

Gljáþinur er nefndur eftir enska plöntusafnaranum Charles Maries (1851–1902), sem kom með tegundina til Bretlands 1879.[2]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.