From Wikipedia, the free encyclopedia
Danio er ættkvísl smárra ferskvatnsfiska í ættinni Cyprinidae frá suður og Suðaustur Asíu, gjarnan hafðir í fiskabúrum.[1] Þeir eru gjarnan með mynstur af láréttum röndum, röum af blettum eða lóðréttum röndum.[1] Sumar tegundirnar eru með tvo skegglíka skynþræði í munnvikum svipað og hjá styrjum. Tegundir af þessari ættkvísl éta smá skordýr, krabbadýr og orma.
Danio | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sebrafiskur, (Danio rerio) | ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Einkennistegund | ||||||||||
Cyprinus (Danio) dangila Hamilton, 1822 | ||||||||||
Samheiti | ||||||||||
Brachydanio Weber & de Beaufort, 1916 |
Nafnið "danio" kemur úr Bengalska orðinu dhani, sem þýðir "af hrísakrinum". Danio var lýst snemma á 19du öld af Francis Hamilton. Tvær af tegundunum sem var lýst af honum í ættkvíslinni, eru enn gildar; D. dangila og D. rerio. Um öld síðar (1916) og með mörgum öðrum tegundum lýst í millitíðinni, var ættkvíslinni skift; stærri tegundirnar töldust til Danio og smærri tegundirnar til ættkvíslarinnar Brachydanio.[2] En 1991 voru ættvíslirnar lagðar saman aftur; margar stærri tegundirnar sem voru í ættkvíslinni Danio hafa verið endurflokkaðar í ættkvíslina Devario. Einnig, Brachydanio er nú samnefni af Danio.[3]
Það eru nú 27 viðurkenndar tegundir í ættkvíslinni:[1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.