From Wikipedia, the free encyclopedia
Sænski Miðflokkurinn (s. Centerpartiet) er miðjuflokkur sem sækir stuðning sinn einna helst til dreifra byggða Svíþjóðar. Sögulega hefur flokkurinn lagt áherslu á hagsmuni landbúnaðar og bænda, umhverfismál og dreifingu valds frá ríki til sveitarfélaga. Þá hefur flokkurinn lengi barist gegn kjarnorku.
Miðflokkurinn Centerpartiet | |
---|---|
Formaður | Annie Lööf |
Ritari | Michael Arthursson |
Þingflokksformaður | Anders W. Jonsson |
Stofnár | 2. mars 1913 |
Höfuðstöðvar | Stora Nygatan, Stokkhólmi, Svíþjóð |
Félagatal | 26.000 (2020)[1] |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Frjálslyndi, norræn bændastefna |
Einkennislitur | Grænn |
Sæti á ríkisþinginu | |
Sæti á Evrópuþinginu | |
Listabókstafur | C |
Vefsíða | www.centerpartiet.se |
Miðflokkurinn rekur rætur sínar til Bændaflokksins sem stofnaður var 1913. Árið 1921 sameinaðist Bændaflokkurinn og annar stjórnmálaflokkur bænda, Landssamtök bænda, (s. Jordbrukarnas Riksförbund) undir fána Bændaflokksins. Árið 1936 var Axel Pehrsson-Bramstorp, formaður Bændaflokksins, um skamma stund forsætisráðherra Svíþjóðar.
Flokkurinn átti lengi vel samleið með Sósíaldemókrataflokknum. Árin 1936-1945 og aftur 1951-1957 var Bændaflokkurinn með Sósíaldemókrataflokknum í ríkisstjórn.
Árið 1957 sleit Bændaflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu með Sósíaldemókrötum og tók um leið bæði upp nýja stefnu og nafn. Flokkurinn kallaði sig í fyrstu Miðflokkurinn-Bændaflokkurinn (s. Centerpartiet Bondeförbundet) en síðan einfaldlega Miðflokkurinn (s. Centerpartiet). Í stað þess að líta á sig sem talsmann bændastéttarinnar og landsbyggðarinnar, hreinan hagsmuna- eða stéttaflokk, tók flokkurinn nú að leggja meiri áherslu á almennari baráttumál, valddreifingu og umhverfismál. Þá markaði flokkurinn sér aukið sjálfstæði í samskiptum sínum við Sósíaldemókrata og leitaði eftir nánara samstarfi við mið- og hægriflokkana. Formaður Miðflokksins Thorbjörn Fälldin var forsætisráðherra í samsteypustjórnum mið- og hægriflokkanna 1976-1978 og aftur 1979-1982.
Á síðustu árum hefur flokkurinn reynt að höfða til kjósenda í þéttbýli, og hefur leitast við að skilgreina sig sem frjálslyndan og borgaralegan stjórnmálaflokk.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.