Axel Pehrsson-Bramstorp

From Wikipedia, the free encyclopedia

Axel Pehrsson-Bramstorp

Axel Alarik Pehrsson-Bramstorp (19. ágúst 188319. febrúar 1954) var sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar um stutt skeið sumarið 1936 (frá 19. júní til 28. september). Pehrsson-Bramstorp hét Axel Alaraik Pehrsson en kenndi sig ævinlega við bæinn Bramstorp þar sem hann var bóndi og bætti á fullorðinsárum bæjarnafninu við ættarnafn sitt. Hann var oft einfaldlega kallaður Bramstorp.

Axel Pehrsson-Bramstorp

Pehrsson-Bramstorp sat á þingi frá 1918 til 1921 fyrir Frjálslynda flokkinn (s. Liberala samlingspartiet) og 1929-1949 fyrir Bændaflokkinn (s. Bondeförbundet). Frá 1934 til 1949 var hann formaður Bændaflokksins. Vorið 1936 glataði fyrri ríkisstjórn Per Albin Hansson meirihluta sínum á þingi og leiddi Pehrsson-Bramstorp þá minnihlutastjórn Bændaflokksins sem sat fram að kosningum. Samhliða forsætisráðherraembættinu var hann landbúnaðarráðherra í minnihlutastjórn sinni og gegndi hann því embætti áfram eftir að Per Albin myndaði nýja ríkisstjórn Sósíaldemókrata og Bændaflokksins um haustið. Pehrsson-Bramstorp gegndi embætti landbúnaðarráðherra til stríðsloka, 1945.

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.