Árið 1330 (MCCCXXX í rómverskum tölum)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Á Íslandi
- Grímur Þorsteinsson varð lögmaður norðan og vestan í fyrra sinn.
- Mikil og sögufræg brúðkaupsveisla haldin í Haga á Barðaströnd.
- Haukur Erlendsson kom til Íslands með konungs boðskap um kvennamál og fleira (gæti þó hafa verið 1331).
- Réttarbætur settar um gæði vaðmáls og skuldir við kaupmenn.
Fædd
Dáin
Erlendis
- 19. október - Játvarður 3. Englandskonungur náði sjálfur undir sig stjórnartaumunum og lét hengja Roger Mortimer, elskhuga móður sinnar, Ísabellu drottningar, sem hafði stýrt ríkinu um þriggja ára skeið, og gera eignir hans upptækar.
- Serbar unnu sigur á Búlgörum í orrustunni Við Velbuzhd og héldu áfram sókn sinni inn í Makedóníu.
- Alfons 11. Kastilíukonungur bannaði öllum hirðmönnum sem gerðu sig seka um að borða hvítlauk eða lauk að láta sjá sig við hirðina eða yrða á aðra hirðmenn í fjórar vikur á eftir.
Fædd
- 15. júní - Svarti prinsinn, Játvarður, sonur Játvarðs 3. Englandskonungs.
- Nicolas Flamel, franskur handritaskrifari, bóksali og alkemisti (d. 1417).
Dáin
- 21. janúar - Jóhanna af Búrgund, drottning Frakklands, kona Filippusar 5. (f. 1292).
- 26. júlí - Evfemía af Pommern, drottning Danmerkur, kona Kristófers 2. (f. 1285).
- 2. ágúst - Jólanda af Dreux, Skotadrottning (kona Alexanders 3.) og síðar hertogaynja af Bretagne (f. 1263).
- 29. nóvember - Roger Mortimer, fyrsti jarlinn af March og í raun stjórnandi Englands 1327-1330 (f. 1287).
- Pietro Cavallini, ítalskur listmálari (f. 1259).
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.