13. öldin er tímabilið frá upphafi ársins 1201 til loka ársins 1300 .
Undir forystu Djengis Khan lögðu mongólar undir sig stærstan hluta Asíu .
Mongólar sameinuðust undir stjórn Djengis Khan árið 1206 og lögðu í kjölfarið undir sig stóran hluta Asíu og stofnuðu Mongólaveldið sem náði frá Kyrrahafi til botns Miðjarðarhafs .
Jóhann landlausi , Englandskonungur, var neyddur til að undirrita réttindaskrána Magna Carta árið 1215 .
Krossferðirnar héldu áfram eftir lát Saladíns soldáns og krossfarar reyndu að ná til Landsins helga gegnum Egyptaland sem var undir stjórn Ayyubida . Flestar fór þær illa og lauk með því að mamelúkar tóku við stjórn Egyptalands og tókst að hrinda árásum mongóla. Síðasta vígi krossfara í Landinu helga, Akkó , féll í hendur mamelúka árið 1291 .
Norrænu krossferðirnar áttu sér stað við Eystrasalt og Þýsku riddararnir urðu valdastofnun í Austur-Evrópu , Prússlandi og í Eystrasaltslöndunum .
Eftir að norska innanlandsófriðnum lauk með ósigri Skúla jarls 1240 , jók Hákon gamli , Noregskonungur, við veldi sitt með því að fá Grænlendinga og Íslendinga til að ganga norska konungsvaldinu á hönd 1262 en missti síðan Suðureyjar til Skota eftir orrustuna við Largs 1263 .
Björgvin varð höfuðstaður Noregs.
Í Kína stofnaði Kúblaí Kan Júanveldið árið 1271 . Þangað sótti Marco Polo hann heim sama ár og dvaldist við hirð hans næstu sautján árin.
Svissneska ríkjasambandið var myndað með bandalagi Uri , Schwyz , og Unterwalden árið 1291 .