Þönglabakki

From Wikipedia, the free encyclopedia

Þönglabakki

Þönglabakki er eyðibýli við Þorgeirsfjörð, á norðanverðum skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar var prestssetur fram á tuttugustu öld. Bærinn fór í eyði 1944, sama ár og hin tvö síðustu býlin í Fjörðum.

Þönglabakki

Thumb

Útkirkja frá Þönglabakka var í Flatey á Skjálfanda en var færð að Brettingsstöðum á Flateyjardal árið 1897, en aftur út í Flatey 1956.

Þönglabakki þótti eitt versta brauð á Íslandi, varla betri en meðaljörð til ábúðar. Þangað fóru prestar helst ekki ótilneyddir. Margir prestar í röð fóru þangað eftir að hafa lent í barneignarbrotum. Einn var skikkaður þangað fyrir guðlast. Á Þönglabakka bjuggu lengi hjónin Jóhannes Jónsson Reykjalín (1840-1915) og Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir (1849-1924), en af þeim er komin Kussungsstaðaætt.

Þönglabakki var öldum saman einn afskekktasti kirkjustaður landsins og veigruðu biskupar sér oftar en ekki við að vísitera kirkjunar þar. Jón Arason vísiteraði þannig milli 1530 og 1540, en síðan liðu um 200 ár þangað til næst kom biskup á Þönglabakka.

Er Þönglabakki fór í eyði 1944 var gamla kirkjan þar rifin. Enn sér móta fyrir grunninum af henni, og hlaðinn kirkjugarðurinn er enn þar í kring. Þar er eitt leiði merkt, með hvítum marmaralegsteini, yfir Ísak Jónssyni, sem drukknaði í Nykurtjörn nálægt aldamótum. Steinn sá er nú laskaður eftir að sjómenn nokkrir gerðu sér það að leik að skjóta í mark með riffli utan af firðinum.

Á Þönglabakka er sæluhús, sem einnig þjónar sem gangnamannakofi.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.