Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er útihátíð sem haldin er árlega í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina. Hátíðin heitir eftir þjóðhátíðinni á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 2. ágúst 1874 þegar slíkar þjóðhátíðir voru haldnar víða um land. Frá 1916 hefur hátíðin verið haldin árlega í ágústmánuði[1] þar til 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins[2][3]. Í upphafi 20. aldar var hátíðin fyrst og fremst íþróttahátíð þar sem keppt var í kappróðrum, glímu og fleiri íþróttum, líkt og tíðkaðist þá á þjóðhátíðum víða um land.

Thumb
Herjólfsdalur á Þjóðhátíð 2010
Thumb
Þjóðhátíð 2022.

Fyrirrennarar þjóðhátíðar í Herjólfsdal eru kaupstefnur Vestmannaeyinga og erlendra skipa sem haldnar voru þar áður fyrr, hersýningar Heimavarnarliðs Vestmannaeyja sem haldnar voru í dalnum eftir miðja 19. öld og veislur sem Pétur Bryde kaupmaður hélt starfsfólki sínu í Herjólfsdal eftir miðja 19. öld. Pétur kostaði meðal annars endurnýjun vegarins inn í dalinn árið 1859.

Brekkusöngur

Orðið Brekkusöngur var ekki til í íslensku máli fyrr en árið 1977 þegar Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður bjó til orðið og hélt hinn fyrsta Brekkusöng. Var hann haldinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í Herjólfsdal. Í kjölfarið varð Brekkusöngur að árlegum viðburði á lokakvöldi hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar Ár, Söngvari ...
Listi yfir forsöngvara Brekkusöngsins
ÁrSöngvari
1977-2002Árni Johnsen
2003Róbert Marshall[4]
2004-2012Árni Johnsen
2011-2012Jarl Sigurgeirsson og Sæþór Vídó[5]
2013-2019Ingólfur Þórarinsson
2021-Magnús Kjartan Eyjólfsson
Loka

Tenglar

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.