Ögur er stórbýli og kirkjustaður í Ögurvík í Ísafjarðardjúpi. Þar var þingstaður Ögurhrepps og frá 15. til 17. aldar bjó þar hvert stórmennið á fætur öðru. Má þar helst nefna Björn Guðnason sýslumann, Magnús Jónsson (prúða) sýslumann og síðar Ara son hans, Björn Markússon og Erlend Ólafsson málafylgjumann.

Fyrsta rafstöð á sveitaheimili við Djúp var reist í Ögri 1928. Í Ögurnesi var verstöð og þurrabúðir héldust þar allt fram á 20. öld. Þá var þar lengi landssíma- og póstafgreiðsla, sem og læknissetur frá 1932 til 1951. Þar er einnig Ögurkirkja, reist 1859.

Heimild

  • „Ögur Ísafjarðardjúp“. Sótt 29. desember 2007.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.