Óeirðir eru borgaralegar óspektir, oft í tengslum við mótmæli fólks gegn aðgerðum yfirvalda, stofnana eða stórfyrirtækis þar sem mótmælin fara úr böndunum. Oft þarf lögregla þá að loka götum, reyna að sundra hópum fólks, notast við kylfur, rafbyssur, óeirðarskyldi eða skjóta gúmmíkúlum, jafnvel föstum skotum eða nota öflugar vatnsbyssur af þaki tankbíla til að sprauta út yfir mannsfjöldann og/eða reyna að dreifa honum með táragasi.

Thumb
Mótmælendur berjast við lögreglu í óeirðum sem brutust út á Nørrebro í Kaupmannahöfn, ágúst 2007.

Á Íslandi geta óeirðir varðað refsingu bæði samkvæmt lögreglusamþykktum og hegningarlögum. Í lögreglusamþykktum er kveðið svo á að uppþot, áflog, óspektir eða önnur háttsemi sem raskar allsherjarreglum megi ekki eiga sér stað á almannafæri og menn megi ekki þyrpast þar saman ef það truflar umferð eða veldur vegfarendum öðrum óþægindum. Slík háttsemi varðar sektum, nema ef um alvarleg brot sé að ræða, þá er hægt að dæma fólk til fangelsisvistar.

Tengt efni

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.