Íhaldsstefna er heiti á þeim stefnum í stjórnmálum sem leggja áherslu á gildi hefða og venja og hægfara framþróun fremur en byltingar. Hvað telst vera hefðbundið er gerólíkt eftir samfélögum og því tekur íhaldsstefna á sig mjög ólíkar myndir eftir löndum. Íhaldsmenn í einu landi getur líka greint á um það hver þau grunngildi séu sem beri að halda í. Sumir íhaldsmenn vilja halda í óbreytt ástand (status quo) meðan aðrir sækjast eftir því að endurheimta fyrra ástand (status quo ante).

Thumb
Edmund Burke, 1729-1797.

Íhaldsstefna kom fyrst fram sem greinileg tilhneiging í stjórnmálum í Frönsku byltingunni með ritinu Reflections on the Revolution in France eftir Edmund Burke. Burke gagnrýndi upplýsinguna og hélt þess í stað fram mikilvægi rótgróinna stofnana samfélagsins og venja.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.