American stjórnmálamaður og varaformaður From Wikipedia, the free encyclopedia
William Magear Tweed (3. apríl 1823 – 12. apríl 1878) einnig þekktur sem "Boss" Tweed var bandarískur stjórnmálamaður sem stýrði stjórnmálavél Demókrataflokksins sem kölluð var Tamary-hringurinn. Tweed var á hátindi ferils síns þriðji stærsti landeigandi í New York-borg, forstjóri Erie járnbrautafélagsins, stjórnandi Tenth National Bank, forstjóri New-York Printing Company, eigandi Metropolitan Hotel og stór hluthafi í járnnámum og gasfyrirtækjum, hann var í stjórn Harlem Gas Light Company, í stjórn the Third Avenue Railway Company í stjórn Brooklyn Bridge Company og forseti the Guardian Savings Bank.
Tweet var kosinn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 1852 og í borgarráð New York árið 1858 en það ár varð hann höfuðpaur í Tamary-hringnum. Hann var einnig kosinn á fykisþing New York árið 1867. Áhrif Tweed komu hins vegar fyrst og fremst í gegnum nefndir og ráð og stjórnir sem hann sat í og hvernig hann stýrði gegnum Tamary hringinn og tryggði sér liðsinni kjósenda með því að hygla þeim með vinnu sem hann bjó til og með því að eyða í verkefni tengd New York borg. Tweed var dæmdur árið 1899 fyrir fyrir fjársvik og fyrir að draga að sér óhemjumikið fé frá skattgreiðendum í New York borg, fjársvik hans voru áætluð milli $25 milljónir og $45 milljónir en hafa seinna verið áætluð allt að $200 milljónir. Tweed strauk úr fangelsi en náðist aftur og lést í Ludlow Street fangelsinu.
Í Skírni 01.01.1874 er svohljóðandi grein um sakamálið gegn Tweed:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.