Vefsíða á vegum Háskóla Íslands From Wikipedia, the free encyclopedia
Vísindavefurinn er vefsíða sem Háskóli Íslands setti upp 29. janúar 2000[1] og forseti Íslands (þá Ólafur Ragnar Grímsson) opnaði. Vefurinn var hluti af verkefni háskólans „Opinn háskóli“ sem aftur var hluti af verkefni Reykjavíkurborgar í tilefni þess að hún var ein af Menningarborgum Evrópu. Vinsældir vefsins leiddu til þess að hann hélt áfram að starfa eftir að ofangreindu verkefni lauk. Á vefnum er hægt að spyrja spurninga um allt sem viðkemur vísindum og fræðum. Starfsmenn Vísindavefsins leita svo til fræðimanna á viðkomandi sviði og ritstýra svörum sem frá þeim berast. Einnig er hægt að leita í gömlum svörum með leitarvél síðunnar. Ritstjóri Vísindavefsins er Jón Gunnar Þorsteinsson en hann tók við því starfi að Þorsteini Vilhjálmssyni sem var ritstjóri þegar vefurinn var stofnaður.
Fjöldi svara á Vísindavefnum var 11.477 í febrúar 2017[2]. Jón Már Halldórsson er sá höfundur sem hefur svarað flestum spurningum á Vísindavefnum en Guðrún Kvaran, prófessor emerita, er sá höfundur sem hefur svarað næstflestum spurningum á vefnum[3], alls 1.055 miðað við mars 2017.[4]
Oft koma tugir spurninga á dag en fleiri koma yfir vetrartímann frá nemendum í skólum landsins.[5] Mörgum spurninganna er svarað beint með því að vísa á svör sem nú þegar má finna á vefnum.[6]
Vísindavefurinn fjarlægði 16 svör tengd geimverkfræði í nóvember 2005 eftir að höfundur þeirra var dæmdur fyrir nauðgun.[7]
Meðalfjöldi gesta í hverjum mánuði var um 93.000 miðað við árið 2016. Á hverjum degi eru rúmlega 3.000 svör vefsins lesinn og á einum mánuði eru svo til öll svör vefsins lesin.[6]
Vísindavefurinn hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í tengslum við vísindamiðlun til almennings. Má þar meðal annars nefna Háskóla unga fólksins[8], Háskólalestina[9], Vísindavöku Rannís[10] og Vísindasmiðjuna[11].
Vísindavefurinn hefur tekið þátt í gerð þriggja bóka: Af hverju er himinninn blár?[12], Af hverju gjósa fjöll?[13] og Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?[14]
Af hverju er himinninn blár? Spurningar og svör af Vísindavefnum kom út árið 2003 en í henni má finna um það bil 200 svör af Vísindavefnum. Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos kom út árið 2011 og inniheldur svör við 40 spurningum. Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál kom út árið 2015 og inniheldur svör við 45 spurningum sem Helgi Björnsson, prófessor emeritus í jöklafræði, svarar. Síðastnefndu tvær bækurnar eru barnabækur og er það Þórarinn Már Baldursson sem myndskreytir.
Vísindavefurinn bauð almenningi að senda inn spurningar sem vörðuðu fullyrðingar stjórnmálamanna og talsmanna stjórnmálaflokka í tilefni Alþingiskosninga sem fóru fram 29. október 2016.[15]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.