From Wikipedia, the free encyclopedia
Victor Urbancic eða Viktor von Urbantschitsch (9. ágúst 1903 – 4. apríl 1958) var austurrískur tónlistarmaður frá Vínarborg sem flúði til Íslands árið 1938 undan nasistum, en kona hans, Melitta, var af gyðingaættum. Var koma hans til Íslands ekki síst fyrir milligöngu félaga frá námsárunum, Franz Mixa, annars vel menntaðs Austurríkismanns, sem fenginn hafði verið til að aðstoða við undirbúning tónlistaratriða á Alþingishátíðinni 1930. Urbancic dvaldist seinni hluta ævinnar á Íslandi og hafði mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf.
Urbancic starfaði við tónlistarháskólann í Graz í Austurríki áður en hann kom til Íslands árið 1938. Á Íslandi var hann mikil lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og var meðal annars tónlistarstjóri í Þjóðleikhúsinu. Þar setti hann upp fyrstu óperuna sem flutt var á Íslandi, Rigoletto eftir Giuseppe Verdi árið 1951. Hann var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og organisti og söngstjóri kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. Urbancic lést á föstudaginn langa árið 1958 í Reykjavík, langt fyrir aldur fram.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.