Vasaættin
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Vasaættin var konungsætt sem ríkti yfir Svíþjóð 1523 til 1654 og Pólsk-litháíska samveldinu 1587 til 1668. Ættin var að uppruna aðalsætt frá Upplandi.
Vasaættin komst til valda þegar Gustav Eriksson, einn af leiðtogum uppreisnarinnar gegn Kristjáni 2., var krýndur konungur. Faðir hans, Erik Johansson (Vasa), hafði verið drepinn af Kristjáni í Stokkhólmsvígunum.
Valdatíma Vasaættarinnar í Svíþjóð lauk þegar Kristín Svíadrottning sagði af sér og snerist til kaþólskrar trúar. Hún lét frænda sínum Karli 10. af Pfalzættinni eftir hásætið.
Vasaættin komst til valda í Pólsk-litháíska samveldinu í gegnum erfðir. Jóhann 3. giftist Katrínu Jagiellonku, dóttur Sigmundar gamla, Póllandskonungs og systur Sigmundar 2. Þegar hann lést án karlkyns erfingja 1589 fékk Sigmundur krúnuna. Það kom hins vegar í veg fyrir að honum tækist að taka völdin í Svíþjóð eftir föður sinn þremur árum síðar og föðurbróðir hans, Karl hertogi, var því í reynd hæstráðandi í Svíþjóð, þar til Sigmundur gaf eftir tilkall sitt til sænsku krúnunnar árið 1600.
Þegar Jóhann sagði af sér og gekk í jesúítaklaustur í Frakklandi eftir „Flóðið mikla“ kaus pólski aðallinn Michał Korybut Wiśniowiecki sem konung.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.