Tylftareyjar (Dodekanesos) eru grískar eyjar og sýsla í suð-austanverðu Eyjahafi, undan vesturströnd Tyrklands.
Þær eru hluti af Syðri-Sporadeseyjum. Þær voru undir stjórn Tyrkja til 1912 og Ítala til 1947 er Grikkir fengu yfirráð yfir eyjunum. Þrátt fyrir að nafnið sé rétt og bein þýðing á því gríska og tylftin vísar til fjölda eyja eru eyjarnar í raun 163 og þaraf 26 byggðar.
Ródos sú stærsta eyjan með, með 115.000 íbúa (2011).
Kos 33.000 íbúar (2011), heimaeyja Hippókratesar föður læknislistarinnar og sem Hippókratesareiðurinn er kenndur við.
Kàlymnos 16.000 íbúar (2011).
Léros 8.000 íbúar (2011), milli Patmo & Càlino.
Kàrpathos 6.200 íbúar (2011), sú fjallendasta af eyjunum og sums staðar ósnortin sökum torveldrar aðkomu.
Pàtmos 3.000 íbúar (2011).
Simi 2.600 íbúar (2011).
Astypálea 1.300 íbúar (2011)
Caso / Kàssos, 1.100 íbúar (2011), sú syðsta af eyjunum.
Nìsiro / Nìssiros, um 1000 íbúar (2011), ein sú smæsta af eyjunum, inniber eldgíg sem nefndur er Kratèras.
Lipsi 700 íbúar (2011), lítil eyja austur af Patmos.
Tilos (Tìlos), um 800 íbúar (2011).
Kastellòrizo 500 íbúar (2011).
Calchi / Carchi (Chàlki), um 500 íbúar (2011).
Gaidaro (Agathonisi), um 200 íbúar (2011), sú nyrsta.
Pserimos 80 íbúar (2011), lítil eyja mitt á milli Kos og Càlino.
Farmakonisi 10 íbúar (2011).
Telendos um 100 íbúar (2011).
Arkoi, 54 íbúar (2001), notuð sem fangelsi í síðari heimstyrjöld.
Saria, 45 íbúar (2011).
Gyali, 10 íbúar (2001).
Lèvita, 5 íbúar (2009), lítil eyja milli Càlino og Paro, telst til bæjarfélagsins í Lero.
Ro, lítil eyja einungis búsett af starfsmönnum hersins.
Strongili, engir íbúar, 1 viti gnæfir yfir eynni.
Alimnia /Alinnia /Limonia óbyggð.
Sirna/Syrna, lítil eyja (4km²) suðaustur af Karpatos, mikilvæg í samgöngum, varð fræg fyrir skipstrand Athina Rafiah árið 1946.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.