Ensk hljómsveit From Wikipedia, the free encyclopedia
The Cure er ensk rokkhljómsveit sem var stofnuð í Crawley, Vestur-Sussex árið 1978. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa breyst nokkrum sinnum, Robert Smith söngvari, gítarspilari og lagasmiður er eini meðlimurinn sem hefur verið í hljómsveitinni síðan hún var stofnuð. The Cure byrjaði að gefa út tónlist seint á áttunda áratugnum, Three Imaginary Boys (1979) var fyrsta hljómplatan gefin út af þeim. Hljómsveitin tók þátt í síð-pönk- og New Wave-byltingunum sem fylgdu pönkbyltingunni. Á níunda áratugnum tók hljómsveitin þátt í gotnesku pönk-byltingunni.
Við útgáfu plötunnar Pornography (1982) varð framtíð hljómsveitarinnar óklár. Robert Smith vildi breyta óorðinu sem hljómsveitin fékk. Við útgáfu smáskifunnar „Let's Go to Bed“ sneri Smith stíl hljómsveitarinnar að popptónlist. Þess vegna varð The Cure vinsælli gegnum áratuginn, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem lögin „Just Like Heaven“, „Lovesong“ og „Friday I'm in Love“ komust á Billboard 100 topplistann. Fyrir tíunda áratuginn var The Cure ein vinsælasta öðruvísi rokkhljómsveit í heimi. Talið er að hljómsveitin hafi selt yfir 27 milljónir hljómplatna frá og með 2004. The Cure hefur gefið út þrettán hljómplötur og yfir þrjátíu smáskífur á ferli sínum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.