From Wikipedia, the free encyclopedia
.Sumarólympíuleikarnir 1968 voru haldnir í Mexíkóborg frá 12. október til 27. október.
19. sumarólympíuleikarnir | |
Bær: | Mexíkóborg, Mexíkó |
Þátttökulönd: | 112 |
Þátttakendur: | 5.516 (4.735 karlar, 781 konur) |
Keppnir: | 172 í 18 greinum |
Hófust: | 12. október 1968 |
Lauk: | 27. október 1968 |
Settir af: | Gustavo Díaz Ordaz forseta |
Íslenskur fánaberi: | Guðmundur Hermannsson |
Mexíkóborg varð fyrsta borgin í Rómönsku Ameríku til að fá úthlutað Ólympíuleikum. Sú ákvörðun var tekin á þingi Alþjóðaólympíunefndarinnar haustið 1963. Borgin hlaut meirihluta atkvæða, 30 alls, þegar í fyrstu umferð en Detroit, Lyon og Buenos Aires skiptu á milli sín 28 atkvæðum.
Tíu dögum fyrir leikana, eða þann 2. október, efndu mexíkóskir stúdentar til mótmæla gegn ríkisstjórninni og því að fjármagni væri sóað í Ólympíuleika. Stúdentarnir köfðust einnig aukins frelsis, jafnréttis og að Byltingarsinnaði stofnanaflokkur Mexíkó (PRI) færi frá völdum. Um 10 þúsund manns mættu til mótmælanna sem boðað var til við Tlatelolco torgið í Mexíkóborg. Luís Echeverría innanríkisráðherra Mexíkó skipaði hernum að stöðva mótmælin. Herinn hóf að skjóta á mannfjöldann og talið er að allt að 350 hafi fallið í skothríðinni og yfir þúsund manns særst. Fjöldi manna var einnig handtekinn og pyntaður í varðhaldi.[1]
Við ferð Ólympíueldsins frá Grikklandi á keppnisstað var leitast við að fara sem líkasta leið og Kristófer Kólumbus frá Evrópu til Nýja heimsins.
Keppt var í 172 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.
|
|
|
Íslendingar sendu fjóra sundmenn , þrjá frjálsíþróttamenn og einn lyftingamann til þátttöku á leikunum.
Ekkert Íslandsmet leit dagsins ljós á leikunum, sem ef til vill má kenna hinu þunna lofti í Mexíkóborg.
Valbjörn Þorláksson keppti á sínum þriðju leikum í röð, en gat ekki lokið keppni í tugþraut vegna meiðsla.
Óskar Sigurpálsson keppti í Ólympískum Lyftingum.
Íslenska knattspyrnulandslíðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna og mætti þar áhugamannalandslið Spánar. Leiknum í Reykjavík lauk með 1:1 jafntefli, en Spánverjar unnu á heimavelli, 5:3 í fjörugum markaleik.
Nr. | Land | Gull | Silfur | Brons | Samtals |
---|---|---|---|---|---|
1 | Bandaríkin | 45 | 28 | 34 | 107 |
2 | Sovétríkin | 29 | 32 | 30 | 91 |
3 | Japan | 11 | 7 | 7 | 25 |
4 | Ungverjaland | 10 | 10 | 12 | 32 |
5 | Austur-Þýskaland | 9 | 9 | 7 | 25 |
6 | Frakkland | 7 | 3 | 5 | 15 |
7 | Tékkóslóvakía | 7 | 2 | 4 | 13 |
8 | Vestur-Þýskaland | 5 | 11 | 10 | 26 |
9 | Ástralía | 5 | 7 | 5 | 17 |
10 | Bretland | 5 | 5 | 3 | 13 |
11 | Pólland | 5 | 2 | 11 | 18 |
12 | Rúmenía | 4 | 6 | 5 | 15 |
13 | Ítalía | 3 | 4 | 9 | 16 |
14 | Kenýa | 3 | 4 | 2 | 9 |
15 | Mexíkó | 3 | 3 | 3 | 9 |
16 | Júgóslavía | 3 | 3 | 2 | 8 |
17 | Holland | 3 | 3 | 1 | 7 |
18 | Búlgaría | 2 | 4 | 3 | 9 |
19 | Íran | 2 | 1 | 2 | 5 |
20 | Svíþjóð | 2 | 1 | 1 | 4 |
21 | Tyrkland | 2 | 0 | 0 | 2 |
22 | Danmörk | 1 | 4 | 3 | 8 |
23 | Kanada | 1 | 3 | 1 | 5 |
24 | Finnland | 1 | 2 | 1 | 4 |
25 | Eþíópía | 1 | 1 | 0 | 2 |
Noregur | 1 | 1 | 0 | 2 | |
27 | Nýja Sjáland | 1 | 0 | 2 | 3 |
28 | Túnis | 1 | 0 | 1 | 2 |
29 | Pakistan | 1 | 0 | 0 | 1 |
Venesúela | 1 | 0 | 0 | 1 | |
31 | Kúba | 0 | 4 | 0 | 4 |
32 | Austurríki | 0 | 2 | 2 | 4 |
33 | Sviss | 0 | 1 | 4 | 5 |
34 | Mongólía | 0 | 1 | 3 | 4 |
35 | Brasilía | 0 | 1 | 2 | 3 |
36 | Belgía | 0 | 1 | 1 | 2 |
Suður-Kórea | 0 | 1 | 1 | 2 | |
Úganda | 0 | 1 | 1 | 2 | |
39 | Kamerún | 0 | 1 | 0 | 1 |
Jamæka | 0 | 1 | 0 | 1 | |
41 | Argentína | 0 | 0 | 2 | 2 |
42 | Grikkland | 0 | 0 | 1 | 1 |
Indland | 0 | 0 | 1 | 1 | |
Tævan | 0 | 0 | 1 | 1 | |
Alls | 174 | 170 | 183 | 527 |
Á leikunum í Mexíkóborg fór fram ein þekktustu mótmæli sem um getur á Ólympíuleikum. Bandarísku spretthlaupararnir Tommie Smith, sem vann 200 metra hlaupið og John Carlos sem varð í þriðja sæti, mættu á verðlaunaafhendinguna með merki samtaka sem börðust fyrir mannréttindum svarts fólks í Bandaríkjunum. Þeir klæddust einnig svörtum hönskum og héldu krepptum hnefa á lofti þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður. Peter Norman frá Ástralíu, sem varð í öru sæti, setti merki samtakanna einnig á búning sinn til að sýna baráttu Smiths og Carlosar stuðning.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.