From Wikipedia, the free encyclopedia
Stundin var íslenskur fjölmiðill sem stofnaður var í janúar 2015. Stofnun fjölmiðilsins var fjármögnuð á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund.[1]
Ritstjóri | Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir |
---|---|
Stofnár | 2015 |
Útgefandi | Útgáfufélagið Stundin ehf. |
Höfuðstöðvar | Reykjavík |
Vefur | stundin.is |
ISSN | 2298-7118 |
Fyrst um sinn kom Stundin út einu sinni í mánuði á prenti og daglega á vefnum. Frá því í nóvember 2015 hefur prentútgáfa Stundarinnar komið út tvisvar í mánuði að jafnaði.[2] Stofnendur Stundarinnar voru nokkrir fyrrverandi starfsmenn DV, þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Trausti Reynisson, Jón Ingi Stefánsson og Heiða B. Heiðarsdóttir. Fyrsta prentútgáfa Stundarinnar kom út þann 13. febrúar 2015 og vefurinn stundin.is var opnaður 25. febrúar 2015.
Í desember 2022 samdi Stundin um samruna við Kjarnann í nýjan fjölmiðil.[3] Miðlarnir mynduðu saman fréttamiðilinn Heimildina, sem hóf útgáfu þann 13. janúar 2023.[4]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.