Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Ríkisstjórnarleiðtogi er stjórnmálafræðilegt hugtak, sem á við um háttsettan embættismann sem fer fyrir ríkisstjórn sjálfstæðs ríkis, sjálfstjórnarsvæðis eða tiltekinnar stjórnsýslueiningar. Forsætisráðherra og kanslari eru dæmi um ríkisstjórnarleiðtoga. Ríkisstjórnarleiðtogi er oftast, annað hvort háttsettasti eða næst háttsettasti, valdsmaðurinn í tiltekinni stjórnareiningu (þá á eftir þjóðhöfðingja). Hugtakið „ríkisstjórnarleiðtogi“ er þannig gjarnan notað til aðgreiningar frá hugtakinu „þjóðhöfðingi,“ þar sem þjóðhöfðingi þarf ekki að leiða ríkisstjórn, heldur getur það verið táknrænt og valdalítið embætti (t.d. þegar um þingbundna konungsstjórn er að ræða). Vald ríkisstjórnarleiðtoga getur verið mjög mismunandi eftir löndum, og fer algjörlega eftir því hverskonar stjórnkerfi á við.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.