Árlegt ávarp bandaríkjaforseta From Wikipedia, the free encyclopedia
Staða ríkjasambandsins (e. The State of the Union) er ávarp sem Bandaríkjaforseti flytur árlega til þingsins, yfirleitt í janúarmánuði.[1] Ávarpið fjallar meðal annars um stöðu ríkjasambandsins, þær áherslur sem framkvæmdavaldið ætli að hafa í fyrirrúmi á árinu. Ávarpið er í dag flutt í ræðuformi í beinni útsendingu snemma árs, og hefð er fyrir því að ræðan verði umtöluð í helstu fjölmiðlum bandaríkjanna eftir að hún er flutt, því er ræðan talin vera áhrifamikið tæki forsetans til þess hafa áhrif á hvaða mál verði ofarlega á dagskrá lagasetningavaldsins, fulltrúadeildar og öldungadeildar.[2]
Ræðan er hluti af stjórnarskrárbundinni skyldu forsetaembættisins en þar er kveðið á um að hann skuli upplýsa þingið um stöðu ríkjasambandsins, og tillögur að aðgerðum í samræmi við þá stöðu. Í stjórnarskránni er reyndar ekki kveðið á um að þetta eigi að vera í formi ræðu, og í fyrstu voru þessi ráð yfirleitt gefin í skriflegu formi, en þessi hluti skyldu forsetaembættisins hefur verið framfylgt með ræðu síðan í forsetatíð Woodrow Wilson.[1] Ræðan er flutt á sérstöku þingi, þar sem báðar deildir þingsins eru saman komnar, svipaðar aðstæður eru uppi þegar stefnuræða nýkjörinna forseta á sér stað, en þær ræður eru ekki opinberlega taldar sem formleg ávörp af þessu tagi.[3]
Einn einstaklingur í erfðaröð Bandaríska forsetaembættisins er útnefndur til þess að vera fjarverandi og gegnir hlutverki sem nefnist Designated Survivor. Báðar þingdeildir útnefna einnig sitthvorn einstaklinginn til þess að vera fjarverandi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.