Sauðanes er eyðibýli yst á Upsaströnd við Eyjafjörð um 6 km utan við Dalvík. Utan bæjarins tekur Ólafsfjarðarmúli við. Þar voru áður þrjú smákot í stopulli byggð, Sauðaneskot, Sauðakot og Mígindi. Sauðaness er fyrst getið í skrá yfir Hólastólsjarðir árið 1388. Þar virðist hafa verið samfelld byggð til 1957 en þá fór jörðin í eyði. Síðustu ábúendur þar voru Sigurjón Hólm Hjörleifsson, síðar lögregluþjónn á Dalvík, og kona hans Sigurbjörg Pálsdóttir.[1]

Á Sauðanesi bjó Þorvaldur Rögnvaldsson skáld (1597-1680), en þátt um hann er að finna í Þjóðsögum og munnmælun Jóns Þorkelssonar.

Við Sauðanes kom Eyjafjarðarskotta á land, en hana höfðu hollendingar sent til Eyjafjarðar til að kvelja og drepa allar konur í Vaðlaþingi. Þorvaldur stóð á ströndu þegar Skottu bar þar að og gat komið í veg fyrir að hún ynni konum mein, en í stað þess drap hún nokkrar kýr og drekkti manni í Eyjafjarðará.


tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.