Sankti Martin er eyja í norðausturhluta Karíbahafseyja, rúmlega 300 kílómetrum austan við Púertó Ríkó. Eyjan, sem er 87 ferkílómetrar að stærð, skiptist í hlutföllunum 61/39 á milli Frakklands (sem ræður yfir 53 ferkílómetrum)[1] og Hollands (sem ræður yfir 34 ferkílómetrum).[2]. Bæði landsvæðin bera nafn eyjarinnar á viðkomandi tungumálum: Saint-Martin og Sint Maarten. Íbúar þessara tveggja landsvæði eru nokkurn veginn jafnmargir. Þessi skipting eyjarinnar er frá 1648.

Staðreyndir strax Saint-Martin nafn á frummáli: Sint Maarten (hollenska), Saint-Martin (franska), Landafræði ...
Saint-Martin
nafn á frummáli: Sint Maarten (hollenska),

Saint-Martin (franska)

Landafræði
Thumb
Staðsetning Karabíska hafið
Hnit 18°04′N 63°03′V
Eyjaklasi Karíbahafseyjar
Flatarmál 87 ferkílómetrar
Hæsti staður Pic Paradis 424 metrar
Stjórnsýsla
 ?
 Frakkland
Höfuðborg Marigot
Stærsta borg Marigot (5.700)
 Holland
Höfuðborg Philipsburg
Stærsta borg Lower Prince's Quarter (8.123)
Loka

1. janúar 2009 bjuggu 77.741 íbúar á eyjunni, þar af 40.917 á hollenska hluta hennar[3] og 36.824 á franska hlutanum.[4]

Sameiginlega eru svæðin þekkt sem "St-Martin / St Maarten". Stundum er SXM, kóði alþjóðasambands flugfélaga fyrir alþjóðaflugvöllinn Princess Juliana (aðal flugvöll eyjunnar), notaður til að vísa til eyjunnar.

Landafræði

Thumb
Kort af Sankti Martin

Sankti Martin er 87 ferkílómetrar að stærð, þar af eru 53 ferkílómetrar undir stjórn Frakklands[1] og 34 ferkílómetrar undir stjórn Hollands.[2] Þetta er einu landamæri þessara landa á jörðinni.

Helstu borgir eru Philipsburg (á hollenska hlutanum) og Marigot (á franska hlutanum). Hollenski hluti eyjunnar er þéttbýlli. Fjölmennasta svæði eyjunnar er Lower Prince's Quarter, á hollenska hlutanum.

Stærsta fjall eyjunnar er Pic Paradis, 424 metra hátt fjall í miðju fjallgarðs á franska hluta eyjunnar. Báðir hlutar eyjunnar eru þó brattir með álíka háum fjöllum. Engar ár eru á eyjunni. Gönguleiðir liggja til skóglendisins sem er víða á tindum og hlíðum eyjunnar.

Eyjan er sunnan við Angvilla og Angvillasund skilur hana frá yfirráðasvæði Breta. Sankti Martin er norðvestan við Saint Barthélemy og Saint-Barthélemy sundið skilur á milli þeirrar síðarnefndu og franska hluta Sankti Martin.

Heimildir

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.