Bandarískur hæstaréttardómari From Wikipedia, the free encyclopedia
Ruth Bader Ginsburg (15. mars 1933 – 18. september 2020)[1] var hæstaréttardómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Hún var skipuð af Bill Clinton og tók við embættinu 10. ágúst 1993. Hún var önnur konan til að gegna embættinu, á eftir Söndru Day O'Connor. Hún var talin tilheyra frjálslyndari væng hæstaréttardómara í Bandaríkjunum.
Ruth Bader Ginsburg | |
---|---|
Dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna | |
Í embætti 10. ágúst 1993 – 18. september 2020 | |
Forveri | Byron White |
Eftirmaður | Amy Coney Barrett |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 15. mars 1933 Brooklyn, New York-borg, New York, Bandaríkjunum |
Látin | 18. september 2020 (87 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum |
Dánarorsök | Briskrabbamein |
Maki | Martin Ginsburg (g. 1954; d. 2010) |
Börn | 2 |
Háskóli | Cornell-háskóli Harvard-háskóli Columbia-háskóli |
Starf | Lögfræðingur, dómari |
Undirskrift |
Joan Ruth Bader fæddist 15. mars 1933 í Brooklyn í New York.[2]
Bader stundaði nám við Cornell-háskóla í Íþöku í New York-fylki. Þaðan útskrifaðist hún 1954, með hæstu einkunn kvenna í námi í stjórnmálum.[3][4] Þar kynntist hún einnig eiginmanni sínum Martin D. Ginsburg.[5] Haustið 1956 hóf hún nám í lagadeild Harvard-háskóla, þar var hún ein níu kvenna í hópi 500 nemenda.[6][7] Síðan flutti hún til New York og hélt þar áfram í laganámi, en þó hjá Colombia-háskóla. Þaðan útskrifaðist hún 1959 og var ein af tveimur nemendum með hæstu einkunn.[8][9]
Ginsburg starfaði sem ritari hjá dómaranum Edmund L. Palmieri í tvö ár.[10][8]
Síðar starfaði hún m.a. hjá Columbia Law School Project og sem prófessor við Rutgers Law School.[11] Hún var meðstofnandi Kvennréttinda verkefnis við American Civil Liberties Union (ACLU) 1972.[12]
Ginsburg var tilnefnd af Jimmy Carter forseta Bandaríkjanna til að taka sæti við Áfrýjunardómstól Bandaríkjanna í Colombia fylki (D.C).[13] Hún sat þar þangað til að hún tók við embætti hæstaréttardómara árið 1993.[14]
Ginsburg var tilnefnd af Bill Clinton Bandaríkjaforseta 14. júní 1993. Hún var fyrsti kvenkyns dómarinn af gyðingaættum en jafnframt önnur konan til að gegna embættinu.[15][16][17]
Ginsburg var í hópi frjálslyndari dómara réttarins. Hún greiddi atkvæði með mörgum helstu úrbótum í mannréttindamálum sem til kasta réttarins komu á undanförnum áratugum. Má þar nefna mála sem snúa að rétti kvenna til fóstureyðinga, hjónabandi samkynhneigðra, kosningarétti, málefnum innflytjenda, heilbrigðismálum og í málum þar sem tekist hefur verið á um jákvæða mismunum á grundvelli kynþátta.[18]
Hún gegndi embætti hæstaréttardómara til dauðadags, 18. september 2020 eða sex vikum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hinsta ósk hennar var að ekki yrði skipaður nýr dómari við réttinn í hennar stað fyrr en nýr forseti hefði verið settur í embætti.[18] Þessi ósk var ekki virt, heldur var hin íhaldssama Amy Coney Barrett tilnefnd í sæti Ginsburg í Hæstaréttinum af Donald Trump forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings þann 27. október, rúmum mánuði eftir dauða Ginsburg og aðeins um viku fyrir forsetakosningarnar.[19]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.