From Wikipedia, the free encyclopedia
Richard H. Thaler (fæddur 12. september 1945) er bandarískur hagfræðingur og prófessor í atferlisvísindum og hagfræði við Booth School of Business í Chicago. Árið 2015 var Thaler forseti American Economic Association. Thaler hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2017 fyrir framlög sín til atferlishagfræði. Árið 2018 var hann kjörinn meðlimur bandarísku Vísindaakademíunnar, The National Academy of Sciences.[1]
Thaler fæddist í East Orange, New Jersey í gyðingafjölskyldu.[2] Móðir hans, Roslyn var kennari og síðar fasteignasali[3] á meðan faðir hans,[4] Alan Maurice Thaler var tryggingafræðingur hjá Prudential Financial í Newark, New Jersey. Hann á þrjú börn frá sínu fyrsta hjónabandi og er nú giftur France Leclerc, fyrrum prófessor í markaðsfræði við háskólann í Chicago.
Thaler útskrifaðist frá Newark Academy,[5] áður en hann lauk B.A. gráðu árið 1967 frá Case Western Reserve University.[6] Hann lauk hlaut doktorsgráðu árið 1974 frá háskólanum í Rochester. Ritgerð hans "The Value of Saving A Life: A Market Estimate" var skrifuð undir handleiðslu Sherwin Rosen.
Thaler stofnaði ásamt fleirum eignastýringafyrirtækið Fuller & Thaler Asset Management árið 1993.
Thaler hefur starfað með hagfræðingum á borð við Daniel Kahneman, Amos Tversky að rannsóknum á raunverulegri efnahagslegri hegðun, bæði meðal neytenda og fjárfesta. Rannsóknir hans brúa hagfræði og sálfræði til að skilja hvað gerist þegar slakað er á klassískum forsendum hagfræðinnar um að einstaklingar séu full-upplýstir, skynsamir, og eigingjarnir. Í reynd hegði fólk sér ekki í samræmi við hinn skynsama og rökvísa homo-economicus.
Thaler er meðhöfundur ásamt Cass R. Sunstein að metsölubókinni Nudge (2008) þar sem hugtök atferlishagfræði eru notuð til að takast á við mörg af helstu vandamálum samfélagsins. Árið 2015 gaf hann út Misbehaving: The Making of Behavioral Economics. Hann hefur einnig skrifað eða ritstýrt fjórum öðrum bókum: Quasi-Rational Economics, The Winner's Curse: Paradoxes and Anomalies of Economic Life, og Advances in Behavioral Finance bindi I og II.[7]
Richard H. Thaler fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2017 fyrir framlag sitt til atferlishagfræði.[8]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.