Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Rauðþörungar (fræðiheiti: Rhodophyta) eru þörungar sem finnast nær eingöngu í sjó og telur fylkingin yfir 5000 tegundir. Langflestir rauðþörungar lifa í fjörum eða grunnum sjó og eru þar botnfastir á klettum, steinum eða gróðri. Rauðþörungar eru nánast allir fjölfrumungar og yfirleitt frekar stórir og nokkrir sm á lengd og breidd, oftast þráð- eða blaðlaga. Algengar tegundir í fjörum eru fjörugrös (Chondrus crispus), söl (Palmaria palmata) og purpurahimna (Porphyra umbilicalis).
Rauðþörungar Tímabil steingervinga: Mesoproterozoic til nútíma[1] | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||
| ||||||
Samheiti | ||||||
|
Fáir þeirra vaxa ofarlega í fjörum, en þegar neðar dregur ber meira á þeim. Þeir eru algengir á grunnsævi og ná lengst niður í djúpin af stórþörungunum. Rauðþörungar hafa löngum verið eftirsótt fæða um allan heim og þekkja Íslendingar þar af best sölin (Palmaria palmata), sem hafa á seinni tímum verið eini þörungurinn sem hafður er til matar hér á landi.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.