From Wikipedia, the free encyclopedia
Ranghugmynd er hugmynd sem stendur á veikum grunni, stenst ekki skoðun en einstaklingur trúir innilega þrátt fyrir gögn um hið gagnstæða. Ranghugmyndir verða þegar viðkomandi fellur of fljótt á ályktunum. [1]
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Lagt hefur verið til að þessi grein verði sameinuð við haldvilla. Hægt er að ræða þessa tillögu á spjallsíðu greinarinnar. |
Ranghugmynd getur t.d. verið að viðkomandi sé eltur eða einhver vilji eitra fyrir viðkomandi. Þá er talað um aðsóknarkennd. Til dæmis gæti einhver haldið að í næsta herbergi sé einhver sem vill vinna viðkomandi miska og þrátt fyrir að viðkomandi sé sýnt inn í herbergið trúir hann enn hugmyndinni. Annað dæmi er framhjáhald; viðkomandi trúir að maki sinn sé ótrúr þrátt fyrir að engin sönnunargögn styðji slíkt. [2]
Ranhugmyndum er skipt í fyrsta og annars stigs. Fyrsta stigs ranghugmyndir koma skyndilega sem viðkomandi trúir innilega. Þær eru sjaldgæfar og erfitt að greina þær því viðkomandi man ekki hvernig þær komu til. Dæmi er að sjúklingur heldur skyndilega að hann sé að breyta um kyn en man ekki hvenær tilfinningin kom fyrst fram og enginn atburður í lífi viðkomandi skýrir hugmyndina. Annars stigs ranghugmyndir birtast í kjölfarið á atburði í lífi viðkomandi sem skýrir að einhverju leyti ranghugmyndina; hann eða hún heyrir raddir og dregur ályktun að sér sé veitt eftirför; sjúklingur í djúpu þunglyndi telur sig einskis virði fyrir öðrum; eða að einhver félítill eigi von von á fangelsisvist vegna ógreiddra skulda. [3]
Til eru nokkrar gerðir ranghugmynda:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.