From Wikipedia, the free encyclopedia
Einangrari (stundum kallaður rafsvari) er efni sem leiðir treglega rafstraum. Er notaður til að hindra skammhlaup og óæskilegan straum milli rafleiðara. Fullkominn einangrari hefur óendnlegt rafviðnám (rafleiðni núll), en öll efni verða rafleiðandi við nógu háa rafspennu. Einangrarar eru gerðir úr mismunandi efnum allt eftir því til hvers leiðarinn er ætlaður. Því þykkari sem einangrunin er, þeim mun hærri spennu þolir hann. Algengast er að einangrunin sé úr plasti en gallinn við plast er að það þolir ekki eins mikinn hita og mörg önnur efni. Ef leiðarinn er gerður til að þola mikinn hita getur einangrunin verið trefjagler, asbest eða önnur hitaþolin efni. Gæta verður að þegar slíkir leiðarar eru afeinangraðir er rykið, eða það sem tekið er af, hættulegt öndunarfærunum. Ef leiðarinn á að vera sérstaklega lipur er hann fjölþættur og einangraður með gúmmí. Til að gera leiðara sveiganlegan er stundum ysta kápan úr bómull eða næloni, til dæmis straujárnssnúrur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.