Racing Bulls
From Wikipedia, the free encyclopedia
Racing Bulls, keppir sem Visa Cash App Racing Bulls F1 Team (stytt í Racing Bulls[9] eða VCARB), er ítalskt Formúlu 1 lið sem hefur keppt síðan 2024 tímabilið. Það er eitt af tveimur Formúlu 1 liðum í eigu Red Bull samsteypunnar, hitt verandi Red Bull Racing.
Fullt nafn | Visa Cash App Racing Bulls F1 Team[1] |
---|---|
Höfuðstöðvar | Faenza, Ítalía |
Forstöðumenn | Peter Bayer[2] (Forstjóri) Laurent Mekies[3] (Liðsstjóri) |
Tæknistjóri | Tim Goss[4] |
Yfirmaður tæknimála | Jody Egginton[5] |
Vefsíða | visacashapprb |
Fyrra nafn | Scuderia AlphaTauri |
Formúla 1 2025 | |
Ökuþórar | Isack Hadjar[6] 22. Yuki Tsunoda[7] | 6.
Tilrauna ökuþórar | Ayumu Iwasa |
Grind | VCARB 02[8] |
Vél | Honda RBPT |
Dekk | Pirelli |
Formúla 1 ferill | |
Fyrsta þáttaka | 2024 Bahrain Grand Prix |
Síðasta þáttaka | 2025 Chinese Grand Prix |
Fjöldi keppna | 26 (25 byrjaðar) |
Vélar | Honda RBPT |
Sigraðar keppnir | 0 |
Verðlaunapallar | 0 |
Stig | 46 |
Ráspólar | 0 |
Hröðustu hringir | 1 |
Sæti 2024 | 8. (46 stig) |
Frá 2006 til 2019 hét liðið Scuderia Toro Rosso áður en það varð Scuderia AlphaTauri frá 2020 til 2023. Liðinu var breytt í RB fyrir 2024 tímabilið[10] og varð síðan Racing Bulls árið 2025.[11][12]
Fyrir 2024 tímabilið hélt liðið sitjandi ökumönnum sínum Daniel Ricciardo og Yuki Tsunoda frá því þegar liðið hét AlphaTauri. Daniel Ricciardo var hinsvegar látin fara frá liðinu eftir kappaksturinn í Singapúr 2024 og kom varaökumaðurinn Liam Lawson í hans stað fyrir seinustu 6 keppnir tímabilsins. Í lok 2024 tímabilsins var Liam Lawson færður uppí Red Bull liðið fyrir 2025 tímabilið og kom Formúlu 2 ökumaðurinn Isack Hadjar í hans stað hjá Racing Bulls. [13]
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.