Rachel Nichols
From Wikipedia, the free encyclopedia
Rachel Nichols (fædd Rachel Emily Nichols, 8. janúar 1980) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Alias og The Inside.
Rachel Nichols | |
---|---|
![]() Rachel Nichols á 2012 FanExpo í Kanada | |
Upplýsingar | |
Fædd | Rachel Emily Nichols 8. janúar 1980 |
Ár virk | 2000 - |
Helstu hlutverk | |
Rebecca Locke í The Inside Rachel Gibson í Alias Ashley Seaver í Criminal Minds |
Einkalíf
Nichols fæddist í Augusta í Maine. Nichols hóf nám við Columbia-háskóla í New York árið 1998 þar sem hún ætlaði sér að verða verðbréfamiðlari á Wall Street. Hún hóf módelstörf meðan hún var við nám og notaði launin til að borga námið. Nichols kom fram sem módel fyrir Abercrombie & Fitch, Guess? og L'Oreal;[1] ásamt því að hafa verið kynnir hjá MTV sjónvarpsstöðinni.[2] Nichols stundaði nám í hagfræði og sálfræði,[3] ásamt drama. Nichols útskrifaðist árið 2003 frá Columbia-háskóla með gráðu í stærðfæði og hagfræði.[4][5]
Nichols giftist kvikmyndaframleiðandanum Scott Stuber árið 2008 en skildu í febrúar 2009.[6]
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Nichols árið 2002 var í Sex and the City sem Alexa. Árið 2005 þá var henni boðið hlutverk í The Inside sem alríkisfulltrúinn Rebecca Locke. Nichols lék Rachel Gibson í Alias frá 2005-2006. Síðan árið 2010 þá var henni boðið hlutverk í Criminal Minds sem Ashley Seaver sem hún lék til loka seríu 6.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Nichols var árið 2000 í Autumn in New York. Síðan þá hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd, The Amityville Horror, The Woods, Star Trek, G.I. Joe: The Rise of Cobra og Conan the Barbarian.
Kvikmyndir og sjónvarp
Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2000 | Autumn in New York | Fyrirsæta á bar | |
2003 | Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd | Jessica | |
2004 | Debating Robert Lee | Trilby Moffat | |
2004 | A Funny Thing Happened at the Quick Mart | Jennifer | |
2004 | Walk Into a Bar | ónefnt hlutverk | |
2005 | The Amityville Horror | Lisa | |
2005 | Mr. Dramatic | Stelpa á bar | |
2005 | Shopgirl | Kærasta Treys | |
2006 | The Woods | Samantha Wise | |
2007 | Resurrecting the Champ | Polly | |
2007 | P2 | Angela | |
2007 | Charlie Wilson´s War | Suzanne – Engill Charlies | |
2008 | The Sisterhood of the Traveling Pants 2 | Julia | |
2009 | Star Trek | Gaila | |
2009 | G.I. Joe: The Rise of Cobra | Scarlett | |
2009 | For Sale by Owner | Anna Farrier | |
2010 | Meskada | Leslie Spencer | |
2010 | Ollie Klublershturf vs. the Nazis | Daniella | |
2011 | Conan the Barbarian | Tamara | |
2011 | The Loop | Fiona | |
2012 | I, Alex Cross | Monica Ashe | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
2002 | Sex and the City | Alexa | Þáttur: A ´Vogue´ Idea |
2004 | Line of Fire | Alex Myer | 2 þættir |
2005 | The Inside | Sérstakur alríkisfulltrúi Rebecca Locke | 13 þættir |
2005-2006 | Alias | Rachel Gibson | 17 þættir |
2007 | Them | Donna Shaw | Sjónvarpsmynd |
2009 | U.S. Attorney | Eve Chase | Sjónvarpsmynd |
2010-2011 | Criminal Minds | Ashley Seaver | 13 þættir |
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.