From Wikipedia, the free encyclopedia
Pylsa (stundum óformlega borið fram og skrifað pulsa)[1] er langur og mjór himnubelgur sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/eða reyktu kjötfarsi. Pylsan er oft reidd fram í aflöngu brauði (‚pylsubrauði‘) sem er af svipaðri lengd og pylsan sjálf.[2]
„Pylsa með öllu“,[3] stundum kölluð „þjóðarréttur Íslendinga“,[4][5][6][7][8] er pylsa í brauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum og hráum lauk.[9][10][11]
Þann 20. nóvember 2004 var í Kringlunni sett heimsmet „lengsta pylsa í brauði“.[10][12][11] Pylsan var 11,92 metrar.[13] Þetta heimsmet var staðfest í september 2005 af Heimsmetabók Guinness.[14] Reyndar tók þessi staðfesting svo lengi að í millitíma var þetta heimsmet slegið tvisvar – 15. júlí 2005 (15,42 m) og 14. ágúst 2005 (17,5 m).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.