Plymouth-nýlendan eða Nýja Plymouth var ensk landnemabyggð á og við Þorskhöfða í Norður-Ameríku. Nýlendan var stofnuð af pílagrímunum, hópi fylgjenda aðskilnaðar frá ensku biskupakirkjunni, sem flúðu undan erfiðleikum í Englandi, fyrst til Hollands og síðan þaðan til Nýja heimsins með skipinu Mayflower árið 1620. Byggðin í Plymouth var önnur enska landnemabyggðin í Nýja heiminum sem náði að blómstra. Sú fyrsta var Jamestown í Virginíu, stofnuð 1607. Meðal þess sem gerði nýlendustofnunina mögulega var samningur landnemanna við höfðingja Pokanoeg-indíána, Massasoit, sem gerði þeim kleift að lifa af fyrstu misserin. Atburðir í Plymouth-nýlendunni áttu síðan þátt í því að hrinda af stað Stríði Filippusar konungs 1675-1676 sem var ein af fyrstu Indíánastyrjöldunum. 1691 var nýlendan innlimuð í Massachusettsflóanýlenduna.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.