hnöttótt geimfyrirbæri á sporbaug um sólstjörnu From Wikipedia, the free encyclopedia
Reikistjarna, jarðstjarna eða pláneta er heiti yfir tiltölulega stórt, kúlulaga eða hnöttótt geimfyrirbæri sem er á sporbaug um sólstjörnu en er þó ekki stjarna sjálft. Reikistjörnurnar í okkar sólkerfi eru átta stærstu fylgihnettir sólar: Merkúr, Venus, jörðina, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus frá sólu talið. Hugtakið „reikistjarna“ hafði enga nákvæma vísindalega skilgreiningu fyrr en árið 2006 og var umdeilt fram að því. Flestar voru reikistjörnurnar taldar níu frá árinu 1930, en Alþjóðasamband stjarnfræðinga ákvað 24. ágúst 2006 skilgreiningu á reikistjörnum, sem fól í sér að Plútó telst ekki lengur reikistjarna, heldur dvergreikistjarna.
Þær fjórar, sem næstar eru sólu, kallast innri reikistjörnur, en hinar ytri reikistjörnur eða gasrisar. Smástirnabeltið liggur þar á milli.
Orðið reikistjarna er stundum ekki notað sem algjört samheiti plánetu (e. planet):
Í dag er orðið „planet“ í ensku venjulega ekki notað um sólstjörnur eða hnetti sem eru ekki á sporbaug um sólstjörnu. Þ.a.l. myndi enginn telja tunglið eða sólina til pláneta í dag.
Orðið pláneta er ættað af gríska orðinu πλανήτης (umritað: planētēs) sem þýðir flakkari.
Proxima Centauri b (og d) eru reikistjörnur utan sólkerfisins, fjarreikistjörnur, í 4,25 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þær og t.d. Gliese 581 c, sem er í um 20 ljósára fjarlægð, teljast líklegar til að vera lífvænlegar. Það hafa fundist nú þegar fundist yfir 5000 fjarreikistjörnur, en aðeins brot af þeim lífvænlegar, en þó um 20 þar af taldar geta verið það.
Kepler-1625b I er mögulega tungl utan sólkerfisins, það fyrsta sem fundist hefur mögulega, og um 20 slík alls hafa fundist í byrjun 2022, en engin þeirra enn staðfest.
Þó svo að líf fyndist á fjarreikistjörnum eða tunglum þeirra, eða þær teldust lífvænlegar er afskaplega erfitt að komast þangað, því Proxima Centauri er næsta fastaststjarna, og líklegra er að við gætum flutt til t.d. Mars, eða kannski Títans, tungls Satrúnusar, nú eða okkar tungls.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.