Remove ads

Reikistjarna, jarðstjarna eða pláneta er heiti yfir tiltölulega stórt, kúlulaga eða hnöttótt geimfyrirbæri sem er á sporbaug um sólstjörnu en er þó ekki stjarna sjálft. Reikistjörnurnar í okkar sólkerfi eru átta stærstu fylgihnettir sólar: Merkúr, Venus, jörðina, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus frá sólu talið. Hugtakið „reikistjarna“ hafði enga nákvæma vísindalega skilgreiningu fyrr en árið 2006 og var umdeilt fram að því. Flestar voru reikistjörnurnar taldar níu frá árinu 1930, en Alþjóðasamband stjarnfræðinga ákvað 24. ágúst 2006 skilgreiningu á reikistjörnum, sem fól í sér að Plútó telst ekki lengur reikistjarna, heldur dvergreikistjarna.

Þær fjórar, sem næstar eru sólu, kallast innri reikistjörnur, en hinar ytri reikistjörnur eða gasrisar. Smástirnabeltið liggur þar á milli.

Thumb
Samsett mynd af sólinni ásamt reikistjörnunum (skv. Alþjóðasambandi stjarnfræðinga) sem um hana ganga, í réttum stærðarhlutföllum:
1. Merkúríus
2. Venus
3. Jörðin
4. Mars
5. Júpíter
6. Satúrnus
7. Úranus
8. Neptúnus
Remove ads

Nafnsifjar orðsins „reikistjarna“

Elsta dæmið sem nú er í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans um orðið 'reikistjarna' er úr Almennri landaskipunarfræði I-II eftir Gunnlaug Oddsson og fleiri frá 1821-1827. (bls. 66-67). Þar og í öðrum dæmum frá 19. öld er orðið haft í sömu merkingu og hér er lýst, þannig að það hefur líklega aldrei verið notað í merkingunni 'föruhnöttur'. Geymt 28 október 2005 í Wayback Machine

Orðið reikistjarna er stundum ekki notað sem algjört samheiti plánetu (e. planet):

Í vönduðum enskum orðabókum er gerður greinarmunur á tveimur aðalmerkingum í orðinu 'planet' (Stein, 1975). Annars vegar merkir það sama og 'reikistjarna' eins og merkingu þess orðs er lýst hér á undan, en hins vegar getur það þýtt ´lýsandi hnöttur sem sést með berum augum og hreyfist miðað við fastastjörnur'. Í síðari merkingunni hefur orðið stundum verið þýtt sem 'föruhnöttur', en þessir hnettir eru sjö: tunglið, sólin, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus (Sören Sörenson 1986; Þorsteinn Vilhjálmsson 1986-7). Geymt 28 október 2005 í Wayback Machine

Í dag er orðið „planet“ í ensku venjulega ekki notað um sólstjörnur eða hnetti sem eru ekki á sporbaug um sólstjörnu. Þ.a.l. myndi enginn telja tunglið eða sólina til pláneta í dag.

Remove ads

Nafnsifjar orðsins „pláneta“

Orðið pláneta er ættað af gríska orðinu πλανήτης (umritað: planētēs) sem þýðir flakkari.

Reikistjörnur utan sólkerfisins

Proxima Centauri b (og d) eru reikistjörnur utan sólkerfisins, fjarreikistjörnur, í 4,25 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þær og t.d. Gliese 581 c, sem er í um 20 ljósára fjarlægð, teljast líklegar til að vera lífvænlegar. Það hafa fundist nú þegar fundist yfir 5000 fjarreikistjörnur, en aðeins brot af þeim lífvænlegar, en þó um 20 þar af taldar geta verið það.

Kepler-1625b I er mögulega tungl utan sólkerfisins, það fyrsta sem fundist hefur mögulega, og um 20 slík alls hafa fundist í byrjun 2022, en engin þeirra enn staðfest.

Þó svo að líf fyndist á fjarreikistjörnum eða tunglum þeirra, eða þær teldust lífvænlegar er afskaplega erfitt að komast þangað, því Proxima Centauri er næsta fastaststjarna, og líklegra er að við gætum flutt til t.d. Mars, eða kannski Títans, tungls Satrúnusar, nú eða okkar tungls.

Remove ads

Tengt efni

Heimildir

  • Svar við „Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?“ á Vísindavefnum. Sótt 2. október 2005.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Planet“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. október 2005.

Tengill

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads