Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Pinus orizabensis er fura sem er einlend í mið Mexíkó. Hún hefur verið talin undirtegund af Pinus cembroides og þá skráð sem Pinus cembroides subsp. orizabensis D.K.Bailey. Hún er með stærri fræ en Pinus cembroides.
Pinus orizabensis | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus orizabensis (D.K.Bailey) D.K.Bailey & F.G.Hawksworth | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Útbreiðslan er takmörkuð, er á litlu svæði í austur Eje Volcánico Transversal (eldfjallabelti í Mexíkó), í ríkjunum Puebla og Veracruz. Hún vex hátt til fjalla, aðallega á milli 2.200–2.800m hæð, í svalara og rakara loftslagi en flestar aðrar pinyon furur.
Þetta er lítið til meðalstórt tré, að 8 til 10 m hátt og með stofnþvermál að 50 sm. Börkurinn er dökkbrúnn, þykkur og með djúpum sprungum neðst á bolnum. Barrnálarnar eru ýmist 3 eða 4 saman í búnti, grannar 3 til 6 sm langar, og grænar til blágrænar, með loftaugun á hvítri rönd á innra yfirborði nálanna.
Könglarnir eru hnatt til egglaga, 4 til 7 sm langir og 3 til 5 sm lokaðir, grænir í fyrstu, og og verða gulbrúnir við þroska eftir 16 til 18 mánuði, með fáar köngulskeljar, yfirleitt eru 6 til 18 frjóar (með fræ). Þegar könglarnir opnast við þroska verða þeir 5 til 7 sm breiðir, og haldast fræin á þeim eftir opnun.
Fræin eru 12 til 15 mm löng, með þykkri skel, bleikri fræhvítu, og vængstubb um 2 mm langan; þeim er dreift af fuglinum Aphelocoma wollweberi, sem tínir fræin úr opnum könglunum. Fuglinn geymir mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám.
Pinus orizabensis var uppgötvuð af Dana K. Bailey 1983 sem var að rannsaka övenjulega furu sem ver ræktuð í Royal Botanic Gardens, Kew; það kom í ljós að hún var eins og villtar furur frá Pico de Orizaba. Í fyrstu var henni lýst sem undirtegund af Pinus cembroides, en viðbótarrannsóknir af Bailey & Hawksworth og öðrum hefur sýnt að betur sett sem sjálfstæð tegund. Nokkrir höfundar halda sig enn við gömlu greininguna, þrátt fyrir að þær sýni engin merki þess að blandast þrátt fyrir að vaxa sumsstaðar saman. Hún er betur aðlöguð að hafrænu loftslagi eins og á Englandi en Pinus cembroides sem vex á þurrari svæðum.
Pinus orizabensis er skyldust P. johannis og P. culminicola, og er með loftaugun innan á blöðunum eins og þær; hún er hinsvegar með stærri köngla og fræ, og frá P. culminicola með færri nálar í búnti (3–4 á móti 5).
Ætum fræjunum (furuhnetur) er safnað lítið eitt í Mexíkó.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.