Patrice de Mac Mahon
3. forseti Frakklands (1808-1893) From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
3. forseti Frakklands (1808-1893) From Wikipedia, the free encyclopedia
Patrice de Mac Mahon, hertogi af Magenta[1] (13. júní 1808 – 17. október 1893) var franskur herforingi, hermarskálkur og stjórnmálamaður. Hann var tímabundinn þjóðhöfðingi Frakklands frá 1873 til 1875 og síðan annar forseti þriðja franska lýðveldisins frá 1875 til 1879. Mac Mahon var heittrúaður kaþólikki, íhaldsmaður og konungssinni sem hafði andstyggð á sósíalisma og vantreysti lýðveldissinnum.
Patrice de Mac Mahon | |
---|---|
Forseti Frakklands | |
Í embætti 24. maí 1873 – 30. janúar 1879 | |
Forsætisráðherra | Albert de Broglie Ernest Courtot de Cissey Louis Buffet Jules Armand Dufaure Jules Simon Albert de Broglie Gaëtan de Rochebouët Jules Armand Dufaure |
Forveri | Adolphe Thiers |
Eftirmaður | Jules Grévy |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 13. júní 1808 Sully, Frakklandi |
Látinn | 17. október 1893 (85 ára) Montcresson, Frakklandi |
Maki | Élisabeth de Mac Mahon |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | Marie Armand Patrice de Mac Mahon (1855-1927), Eugène de Mac Mahon (1857-1907), Emmanuel de Mac Mahon, (1859-1930), Marie de Mac Mahon (1863-1954) |
Háskóli | École spéciale militaire de Saint-Cyr |
Starf | Herforingi |
Mac Mahon var af írskum ættum en forfeður hans höfðu flúið til Frakklands eftir dýrlegu byltinguna árið 1689. Hann átti frækinn hernaðarferil á valdatíð Napóleons III í Frakklandi og barðist meðal annars í Krímstríðinu og ítölsku sameiningarstríðunum. Eftir frækinn sigur sinn í orrustu við Magenta í öðru ítalska sameiningarstríðinu veitti Napóleon III Mac Mahon titilinn hertogi af Magenta. Í fransk-prússneska stríðinu særðist Mac Mahon og var síðan tekinn til fanga í orrustunni við Sedan. Eftir uppgjöf Frakka gegn Þjóðverjum í janúar 1871 var Mac Mahon falið að stýra her til að berja niður Parísarkommúnuna. Í hatrömmum bardaga sem varð síðar kallaður „blóðuga vikan“ („la semaine sanglante“) gersigraði Mac Mahon kommúnumennina og tók marga þeirra af lífi. Orðstír hans beið þó ekki hnekki fyrir ofbeldið heldur varð hann að hetju í augum franskra hægrimanna.[2]
Eftir afsögn Adolphe Thiers var Mac Mahon kjörinn forseti franska lýðveldisins. Kjör hans til forseta þótti boða endurreisn konungdæmisins enda var Mac Mahon mjög hallur undir einveldissinna í ríkisstjórnunum sem hann myndaði. Hann tók þó alvarlega hlutverk sitt sem hlutlaus verndari stjórnarskrárinnar og hafnaði því að hann hygðist fremja valdarán í nafni konungssinna. Mac Mahon neitaði að funda með leiðtogum lýðveldissinna og ýtti á eftir þingræði þar sem þingið kysi ríkisstjórnina en krafðist þess einnig að til yrði efri þingdeild. Hann leysti síðar upp fulltrúaþingið og reitti þjóðina svo til reiði að lýðveldissinnar unnu stórsigur í næstu kosningum. Mac Mahon sagði stuttu síðar af sér og settist í helgan stein.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.