Garðasól, erlendis kennd við ísland; Iceland poppy, Isländischer Mohn vex frá norðurhluta Evrópu, norðurhluta Asíu og yfir til Norður Ameríku, einnig í fjöllum Asíu[5] en eingöngu sem slæðingur á Íslandi og Grænlandi.Garðasól er skammlífur fjölæringur, stundum ræktuð sem tvíær, með stórum, létt ilmandi blómum á enda loðins stönguls uppúr hvirfingu mjórra, fjaðurskiftra grænna blaða. Hún blómstrar mest allt sumarið og getur sáð sér allnokkuð. Henni var fyrst lýst af grasafræðingum 1759. Villt blómstrar hún hvítum eða gulum blómum. Allir hlutar plöntunnar eru líklega eitraðir,[6] en eins og allir valmúar er hún með eitraða alkalíóða. Einmitt í garðasól (P. nudicaule) hefur fundist alkalíóðinn benzophenanthidine alkaloid, chelidonine.[7] Hún inniheldur einnig (+)-amurine, (-)-amurensinine, (-)-O-methylthalisopavine, (-)-flavinantine og (-)-amurensine.[8]
Garðasól | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Papaver nudicaule L.[1] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Papaver croceum |
Undirtegundir
Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[9]
- P. n. americanum
- P. n. nudicaule
- P. n. aquilegioides
- P. n. microcarpum
Myndir
Ræktun
Garðasól kann best við léttann, vel framræstann jarðveg og sól. Garðasól eins og flestir valmúar er með mjög smá fræ og langa stólparót sem þolir illa flutning. Hún hentar ekki í beð með lágvaxnari tegundum, en er góð í blómaengjum.[10]
Garðasól er einn af betri valmúum til afskurðar, en blómin endast í nokkra daga
Erfðir
Erfðir garðaafbrigða garðasólar (P. nudicaule) hafa verið rannsakaðar, sérstaklega í sambandi við blómlit.[11] Hvítur litur er ríkjandi yfir gulum. Aðrir litir, svo sem gulbrúnn og rauðgulur eru víkjandi.
Tilvísanir
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.