stór verslunargata í London From Wikipedia, the free encyclopedia
Oxford Street er stór verslunargata í miðborg London. Um það bil 300 verslanir eru við götuna og hún er fjölsóttasta og þéttasta verslunargata í Evrópu.[1] Gatan fékk nafn sitt af því að hún var upprunalega hluti af veginum sem tengdi London við Oxford og hófst í Newgate í London.
Gatan er um 2,5 km að lengd og nær vestan frá Marble Arch við norðausturhorn Hyde Park, í gegnum Oxford Circus til St Giles’ Circus þar sem gatan sker Charing Cross Road og Tottenham Court Road. Framhald hennar til austurs heitir New Oxford Street að High Holborn. Margar aðrar megingötur í London skera Oxford Street, til dæmis Park Lane, Bond Street og Regent Street. Framhald Oxford Street vestan megin við Marble Arch er Bayswater Road. Svo ligggur leiðin áfram yfir Notting Hill við Holland Park Avenue og breytist í Uxbridge Road við Shepherd’s Bush-hringtorgið. Við Uxbridge tekur við þjóðvegurinn sem tengir London og Oxford.
Þar sem gatan liggur nú var eitt sinn rómversks vegar sem hét Via Trinobantina, tengdi Hampshire við Colchester og varð seinna aðalvegurinn inn og út úr borginni.
Á fyrri öldum var gatan þekkt ýmist sem Tyburn Road (eftir Tyburn-ánni sem rann sunnan hennar og nú undir henni), Uxbridge Road, Worcester Road eða Oxford Road.[2] Í dag er nafnið Uxbridge Road enn notað um hluta vegarins á milli Shepherd’s Bush og Uxbridge. Fangar voru fluttir eftir götunni frá Newgate-fangelsinu að gálga sem stóð við Tyburn nærri Marble Arch og vegna þess varð hún alræmd. Um 1729 var farið að kalla götuna Oxford Street.[3]
Undie lok 18. aldar keypti jarlinn af Oxford marga af ökrunum sem umkringdu götuna og var svæðið síðan byggt upp og þróað. Það varð vinsælt hjá götuskemmtikröftum af ýmsu tagi og skemmtistaðir eins og Pantheon voru reistir þar. Á 19. öld varð svæðið þekkt fyrir verslanir sínar.
Nú á dögum eru við götuna margar deildaverslanir og aðalverslanir margra verslunarkeðja. Það eru líka margar litlar verslanir. Hún er höfuðverslunargatan í London, en ekki sú dýrasta eða nýtískulegasta, og er jafnframt hluti af stærra verslunarhverfi með Regent Street, Bond Street og öðrum nærliggjandi götum. Margar breskar verslunarkeðjur líta á verslanirnar sínar við Oxford Street sem „flaggskipin“ og nota þær mikið við markaðssetningu og kynningu vara. Af helstu verslunum má nefna:
Umferð er stundum ógreið um Oxford Street, bæði á gangstéttum, þar sem mikið er um ferðamenn og viðskiptavini verslananna, og á götunni sjálfri, því að margir strætisvagnar ganga um hana. Á gangstéttunum má líka yfirleitt finna nokkra predikara, fylgendur Hare Krishna og ýmsa pólitíska hópa sem eru að mótmæla eða kynna stefnu sína.
Fyrir jólin er gatan skreyt með jólaljósum. Um miðjan nóvember eða í lok mánaðarins er einhver frægur fenginn til að kveikja á ljósunum og þau eru höfð kveikt fram á þrettándakvöld. Ljósin voru fyrst sett upp árið 1959, fimm árum efir að farið var að skreyta Regent Street með jólaljósum. Árið 1967 var samdráttur í London og þá var hætt að setja upp ljósin en byrjað aftur 1978 þegar leysisýning var haldin í Oxford Street.[4]
Central-, Jubilee-, Bakerloo-, Northern- og Victoria-leiðirnar í neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar og nokkrar strætóleiðir þjóna Oxford Street. Neðanjarðarlestarstöðvarnar í götunni eru:
Vegna þess hve umferðin um götuna er gífurlega mikil lagði borgarstjóri Lundúna ásamt fleirum upp á að Oxford Street yrði gerð að göngugötu en komið yrði upp sporvögnum til að flytja fólk um götuna.[5] Hætt var við þessa áætlun vegna efnahagskreppunnar. Nú eru uppi áform um að byggja upp tvær lestarstöðvar fyrir Crossrail-verkefnið við Bond Street og Tottenham Court Road.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.