From Wikipedia, the free encyclopedia
Orkudrykkir eru drykkir sem eru markaðssettir undir þeim formerkjum að þeir nái fram örvandi áhrifum. Þeir gefa vellíðunartilfinningu í heilanum, sem hvetur fólk að halda áfram neyslu þeirra, en hafa engin áhrif á vöðva líkamans.[1]
Orkudrykkir innihalda jafn mikið magn af sykri og er í sykruðum gosdrykkjum og eins mikið magn af koffíni og er í kaffi.[2] Orkudrykkir hafa verið lítið rannsakaðir og engar samræmdar reglur eru til um hvað drykkirnir megi innihalda.[3] Neysla orkudrykkja er mest á meðal ungs fólks bæði hér á landi og í Bandaríkjunum.[3][4]
Blanda áfengis og orkudrykkja er mjög vafasöm. Blandan hefur veikjandi áhrif á líkamann,[5] getur valdið hjartsláttartruflunum og jafnvel skyndilegum dauða.[6]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.