From Wikipedia, the free encyclopedia
Old Tjikko er rauðgreni á Fulufjället í Dalarna í Svíþjóð. Það er samkvæmt rannsóknum heimsins elsti staki trjáklónn, og mun vera að minnsta kosti 9550 ára gamalt. Í kring um tréð voru tekin fjögur sýni af rótinni og voru þau greind með C-14 aldursgreiningu og voru þau 375, 5 660, 9 000 og 9 550 ára gömul. Erfðagreining staðfesti að öll sýnin voru sami klónninn.[1] Finnandinn Leif Kullman gaf trénu nafn eftir hundinum sínum Tjikko.[2]
Um 20 greni eldri en 8000 ára finnast í svæðinu frá Lapplandi til Dalarna,[1] þar á meðal jafnaldri Old Tjikko; Old Rasmus.[3] Fundur Old Tjikko og annarra mjög gamalla grenitrjáa á fjöllum Skandinavíu hefur breytt sýn manna á það sem áður var talið sein útbreiðsla grenis þar.[4]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.