From Wikipedia, the free encyclopedia
Neysluhyggja er hugtak sem orðið hefur til í félags- og hagvísindum til að kasta ljósi á hugmyndafræði á bak við síaukna tilhneigingu fólks til að kaupa meira af vörum og þjónustu.
Á vettvangi stjórnmálanna er hugtakið neysluhyggja gjarnan tengd kapítalisma. Hin knýjandi þörf kapitalísks hagkerfis til að sýna hagvöxt kallar á að fjármagnið færist frá kaupendum/neytendum til seljenda.
Neysluhyggja er félgas og efnahagsleg hugmyndafræði sem að hvetur fólk til kaups á vörum og þjónustu í sívaxandi mæli.[1]Þegar framleiðslugeta jókst til muna í kjölfar Iðnbyltingarinnar á 18.öld sem varð til þess að mikil neysluhyggja hófst í heiminum.[2]Neysluhyggju er oft ruglað saman við kapítalisma en það síðaranefnda hugtak er efnahagslegt kerfi en það fyrrnefnda er útbreitt menningarviðhorf.[3] Neyslusamfélag einkennist af neyslu óþarfa, óþarfi var samheiti yfir lúxusvöru af hvaða tagi sem er. Líf einstaklingsins snerist um að kaupa hluti,selja þá og eignast. Neysluhyggjan er eitt það sterkasta afl sem hefur áhrif á líf fólks í nútímasamfélagi.[4]Neytendur fá persónulega ánægju og efnahagslega örvun við kaup á nýjum vörum.[5]Einkenni neysluneytandans er hægt að skipta í fimm stig: útdráttur,framleiðsla,dreifing,neysla og förgun.[6] Auglýsendur,sjónvörp og aðrir fjölmiðlar fjöldaneyslusamfélagsins innprenntuðu neytendur með löngunum og þörfum sem að stórfyrirtæki fullnægðu með fjöldaframleiðslu nýrrar vöru.[7]Eitt af nútíma einkennum neysluhyggjunar að mati Gerry Cross að verslunarferðir eru orðnar mikilvægt form afþreyingar og dægradvalar hjá neytendum.[8]Gagnrýnandi neysluhyggjunar var Thorstein Veblen, hann gagnrýndi neysluhyggju samtíma sinna.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.