fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta og þriggja stjörnu hershöfðingi From Wikipedia, the free encyclopedia
Michael Flynn (f. 24. desember 1958) er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og þriggja stjörnu hershöfðingi (e: Liutenant Genaral) í Bandaríkjaher. Hann var ákærður fyrir að veita alríkislögreglunni rangar upplýsingar við rannsókn á samskiptum sínum við útsendara Rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna 2016.
Michael Flynn | |
---|---|
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna | |
Í embætti 22. janúar 2017 – 13. febrúar 2017 | |
Forseti | Donald Trump |
Forveri | Susan Rice |
Eftirmaður | H. R. McMaster |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. desember 1958 Middletown, Rhode Island, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn (frá 2022) Demókrataflokkurinn (fyrir 2022) |
Maki | Lori Andrade (g. 1981) |
Börn | 2 |
Háskóli | University of Rhode Island (BS) Golden Gate University (MBA) United States Army Command and General Staff College (MMAS) Naval War College (MA) |
Undirskrift |
Flynn var fyrsti sakborningurinn sem játaði lögbrot í tengslum við rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Flynn jataði að hafa logið undir eið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Sergej Kísljak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn, sem hafði verið tilnefndur þjóðaröryggisráðgjafi af Donald Trump, gaf sór eið að því að hafa ekki átt óviðeigandi samtöl við Kisljak um viðskiptaþvinganir og aðrar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússum áður en hann tók við embætti. Þremur vikum eftir að Trump tók við embætti viðurkenndi Flynn að hafa sagt ósatt, sagði af sér embætti og var handtekinn.[1]
Flynn var yfirheyrðir nítján sinnum af Muellers og starfsmönnum hans og þótti vitnisburður hans ekki einungis hjálplegur í málinu gegn honum heldur einnig öðrum sem rannsóknin beindist að. Tekið var mið af samvinnuþýði hans og ferils hans við her- og almannaþjónustu við meðferð málsins.[2]
Flynn játaði fyrir dómi þann 1. desember 2017 að hafa vísvitandi logið að alríkislögreglunni, en ákvörðun refsingar var fresta í ljósi samstarfs Flynn með rannsókn Mueller.[3] Því var spáð að Trump myndi nýta náða Flynn ásamt öðrum fyrrverandi samstarfsmönnum sínum og ráðgjöfum, þar á meðal Roger Stone og Paul Manafort, áður en hann léti af embætti. Þann 30 nóvember 2020 fékk Flynn algera og skilyrðislausa náðun vegna allra lögbrota sem tengjast rannsókn Robert Mueller.[4][5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.