Remove ads
Íslensk söng- og tónlistarkona From Wikipedia, the free encyclopedia
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (f. 10. september 1982), betur þekkt sem Lay Low er íslensk söng- og tónlistarkona.
Lay Low | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir 10. september 1982 London, England |
Uppruni | Ísland |
Ár virk | 2006–í dag |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgáfufyrirtæki | Cod Music |
Vefsíða | laylow |
Hún hefur samið tónlist aðallega í stíl blúss, þjóðlagatónlistar og kántrí. Lovísa hóf ferilinn í hljómsveitinni Benny Crespo's Gang þar sem hún spilaði á hljómborð og gítar. Árið 2006 vann hún verðlaun fyrir bestu söngkonuna á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir sólóplötu sína Please Don't Hate Me.
Hún hefur hitað upp fyrir Emilíönu Torrini á heimstónleikaferðalagi hennar og Of Monsters and Men á tónleikaferðalagi þeirra í Bandaríkjunum.
Lovísa samdi lagið „Með hækkandi sól“ með systrunum Siggu, Betu og Elínu sem voru fulltrúar Íslands fyrir Eurovision 2022.
Hún fæddist í London og á föður frá Srí Lanka.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.